Adobe Flash
Útlit
Adobe Flash | |
Höfundur | Adobe Systems (áður þróað af Macromedia) |
---|---|
Stýrikerfi | Microsoft Windows, Mac OS X, Linux, Solaris, Symbian, Windows Mobile |
Notkun | Margmiðlunarhugbúnaður |
Leyfi | Séreignarleyfi |
Vefsíða | Adobe Flash Platform Homepage |
Adobe Flash (áður Macromedia Flash) er margmiðlunarhugbúnaður, sem er ekki lengur studdur (nema í Kína), frá Adobe Systems sem miðlar gagnvirkni, kvikmyndum og hljóði á vefinn. Með Flash er hægt að setja rastamyndir og vigurmyndir upp á tímalínu til að útfæra hreyfingar og skrifta þær með innbyggða forritunarmálinu ActionScript. Flash-skrár (með endinguna SWF) keyra í Flash-spilara sem getur verið íforrit í vafra eða sjálfstætt notendaforrit.