Adelska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adelska
Gidire
Málsvæði Togo, Gana
Heimshluti Vestur-Afríka
Fjöldi málhafa 27.300
Ætt Nígerkongó

 Atlantíkkongó
  Voltakongó
   Kwa
    Nyo
     Potou-Tanó
      Basilisk-Adelska
       adelska

Skrifletur Latneskt stafróf
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ade
ISO 639-2 ade
SIL ADE
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Adelska (enska: Adele, adelska: Gidire) er tungumál, sem talað er á landmærunum milli Togo og Gana í Afríku. Einungis um 27.300 manns tala málið. Adelska er nígerkongó tungumál og er bantu tungumál líka. Þjóðarbrot er kallað Lolo, sem er á einangruðu svæði. Sagt er að það sé mjög erfitt að komast á svæði Lolofólks þar sem adelska er töluð.

Önnur nöfn á adelsku eru bidire, bedere og gadre, en þjóðarbrotið Lolo kallar tungumálið gidire. Í adelsku eru engar veigamiklar Mállýska, en mismunur er á ítónun og hljómfalli milli fólks sem talar adelsku frá Gana og frá Togo.

Læsi er mjög lítið. Fólk sem hefur adelsku að móðurmáli getur hvorki lesið né skrifað hana. Læsi er einungis 1% hjá bæði körlum og konum. En fólk sem getur talað adelsku sem annað tungumál getur lesið og skrifað betur en fólk með adelsku sem móðurmál. Læsi hjá þeim er yfir 15% hjá bæði körlum og konum. Fólk sem er með adelsku sem annað tungumál getur talið tví sem móðurmál. Kristni er átrúnaður sem tengist adelsku.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Nígerkongótungumál
Abanjommál | Adelska | Akanmál | Anló | Atabaskamál | Chichewa | Svahílí