Abu Bakr al-Baghdadi
Abu Bakr al-Baghdadi أبو بكر البغدادي | |
---|---|
„Kalífi“ íslamska ríkisins | |
Í embætti 7. apríl 2013 – 27. október 2019 | |
Eftirmaður | Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurashi |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. júlí 1971 Samarra, Írak |
Látinn | 27. október 2019 (48 ára) Barisha, Sýrlandi |
Þjóðerni | Íraskur |
Trúarbrögð | Súnní |
Abū Bakr al-Baghdadi (arabíska: أبو بكر البغدادي; fæddur undir nafninu Ibrahim Awad Ibrahim al-Badri[1][2][3] إبراهيم عواد إبراهيم علي محمد البدري السامرائي árið 1971; d. 27. október 2019) var leiðtogi salafíska vígahópsins íslamska ríkisins.[4] Bandaríkin, Evrópusambandið og flest stök ríki líta á samtökin sem hryðjuverkahóp og á al-Baghdadi sem hryðjuverkaleiðtoga.[4] Í júní árið 2014 kaus ráðgjafarráð samtakanna (Majlis-ash-Shura) að viðurkenna al-Baghdadi sem kalífa íslamska ríkisins.[5]
Margt er á huldu um fortíð al-Baghdadi og sem leiðtogi hryðjuverkahópsins birtist hann mjög sjaldan opinberlega. Talið er að hann hafi útskrifast með doktorsgráðu í íslömskum fræðum úr Saddam-háskólanum í Bagdad.[6][7] Vegna leyndarinnar sem hvílir yfir al-Baghdadi var hann stundum kallaður „sjeikinn ósýnilegi“.[8] Hann vakti mikla athygli árið 2014 þegar myndband var birt af honum að predika í al-Nuri-moskunni í Mósúl í Ramadan-mánuði, stuttu eftir að íslamska ríkið hafði hertekið borgina. Í myndbandinu lýsti al-Baghdadi sjálfan sig trúarleiðtoga allra múslima heimsins og kallaði eftir stuðningi múslima um allan heim.[9]
Að þessu myndbandi undanskildu lét al-Baghdadi aðallega á sér bera í hljóðupptökum til stuðningsmanna sinna. Tilkynningar og orðrómar bárust oft um að al-Baghdadi væri látinn eða illa særður en erfitt var að staðfesta þessa orðróma. Síðast sást al-Baghdadi í myndbandi sem birt var í lok apríl árið 2019. Myndbandið birtist eftir að Íslamska ríkið hafði glatað nær öllu landsvæði sínu í Sýrlandi og Írak en í því hét hryðjuverkaleiðtoginn áframhaldandi baráttu gegn vesturlöndum.[10]
Frá árinu 2016 lofaði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna 25 milljóna dollara verðlaunafé hverjum þeim sem byggi yfir upplýsingum sem gætu leitt til handtöku eða dauða al-Baghdadi.[5][11]
Þann 27. október árið 2019 sprengdi al-Baghdadi sjálfan sig í loft upp til þess að forðast handtöku þegar sérsveit Bandaríkjahers réðst á fylgsni hans í Sýrlandi.[12] Maður að nafni Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurashi tók við af Baghdadi sem leiðtogi og „kalífi“ samtakanna.[13] Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurashi var einnig drepinn í árás Bandaríkjahers þann 3. febrúar 2022.[14] Eftir dauða hans var Abu al-Hasan al-Hashimi al-Qurashi skipaður nýr kalífi samtakanna, en hann er eldri bróðir Abu Bakr al-Baghdadi.[15]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Rubin, Alissa J. (5. júlí 2014). „Militant Leader in Rare Appearance in Iraq“. The New York Times. Sótt 7. október 2014.
- ↑ „Profile: Abu Bakr al-Baghdadi“. BBC News. 5. júlí 2014. Sótt 20. júlí 2014.
- ↑ „ISIS Spokesman Declares Caliphate, Rebrands Group as "Islamic State"“. SITE Institute. 29. júní 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2014. Sótt 7. október 2014.
- ↑ 4,0 4,1 Rewards for Justice – Information that brings to justice… Abu Bakr al-Baghdadi Up to $25 Million Reward Geymt 24 febrúar 2017 í Wayback Machine Skoðað 7. október 2018.
- ↑ 5,0 5,1 „Terrorist Designations of Groups Operating in Syria“. United States Department of State. 14. maí 2014. Sótt 13. júní 2014.
- ↑ „U.S. Actions in Iraq Fueled Rise of a Rebel“. The New York Times. 10. ágúst 2014. Sótt 23. desember 2014.
- ↑ „The Believer“. The Brookings Essay.[óvirkur tengill]
- ↑ Crompton, Paul (30. júní 2014). „The rise of the new 'caliph,' ISIS chief Abu Bakr al-Baghdadi“. Al Arabiya News. Sótt 24. febrúar 2015.
- ↑ „ISIS leader calls for global Muslim obedience“. Middle East Star. 5. júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 7. október 2018.
- ↑ „Baghdadi í myndbandi Ríkis íslams“. mbl.is. 29. apríl 2019. Sótt 2. maí 2019.
- ↑ „Terrorist Designation of Ibrahim Awwad Ibrahim Ali al-Badri“. United States Department of State. 4. október 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2011. Sótt 7. október 2018.
- ↑ „Leiðtogi Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp“. mbl.is. 27. október 2019. Sótt 27. október 2019.
- ↑ Chulov, Martin (31. október 2019). „Islamic State names new leader after death of Abu Bakr al-Baghdadi“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Afrit af uppruna á 31. október 2019. Sótt 31. október 2019.
- ↑ Atli Ísleifsson (3. febrúar 2022). „Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers“. Vísir. Sótt 4. febrúar 2022.
- ↑ Árni Sæberg (11. mars 2022). „Nýr leiðtogi Íslamska ríkisins bróðir stofnandans“. Vísir. Sótt 3. mars 2022.