Aðaltengingar
Jump to navigation
Jump to search
Aðaltengingar eru samtengingar sem eru oftast notaðar til að tengja saman einstök orð, setningarliði, tvær hliðstæðar aðalsetningar eða tvær eða fleiri aukasetningar.[1]
Langalgengustu aðaltengingarnar eru:
- og
- eða
- en
- heldur
- enda
- ellegar
- bæði...og
- hvorki...né
- annaðhvort...eða
- hvort...eða
- ýmist..eða
- o.s.fv.
Dæmi[breyta | breyta frumkóða]
- Lára keypti húsið og Palli gerði við þakið á því.
- Ertu slæmur í bakinu eða gengurðu bara svona undarlega?
- Þetta er bragðgott enda er þetta íslenskt sveitaskyr.
- Jökull spilar ekki á fiðlu heldur spilar hann á píanó.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
- Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
- Óbeygð orð. Geymt 2004-11-03 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
- ↑ http://www.ma.is/ismal/malfraedi/obeygdord/default.htm Geymt 2004-11-03 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni Óbeygð orð.