Aðaltengingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Aðaltengingar eru samtengingar sem eru oftast notaðar til að tengja saman einstök orð, setningarliði, tvær hliðstæðar aðalsetningar eða tvær eða fleiri aukasetningar.[1]

Langalgengustu aðaltengingarnar eru:

 • og
 • eða
 • en
 • heldur
 • enda
 • ellegar
 • bæði...og
 • hvorki...né
 • annaðhvort...eða
 • hvort...eða
 • ýmist..eða
 • o.s.fv.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

 • Lára keypti húsið og Palli gerði við þakið á því.
 • Ertu slæmur í bakinu eða gengurðu bara svona undarlega?
 • Þetta er bragðgott enda er þetta íslenskt sveitaskyr.
 • Jökull spilar ekki á fiðlu heldur spilar hann á píanó.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
 • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
 • Óbeygð orð. Geymt 2004-11-03 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
 1. http://www.ma.is/ismal/malfraedi/obeygdord/default.htm Geymt 2004-11-03 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni Óbeygð orð.