Aðalsetning
Útlit
Aðalsetning er tegund af setningu og hugtak í setningafræði. Aðalsetning er annaðhvort fremst í málsgrein eða tengd við aðra setningu með aðaltengingu.
Aðalsetningar segja alltaf fulla hugsun; til dæmis „Maðurinn fór út í búð“. Önnur aðferð til að finna út hvort setningin sé aðalsetning er að sjá hvort það séu aðaltengingar í setningunni. Þær eru:
- en
- heldur
- enda
- eða
- ellegar
- og
Einnig fleyguðu tengingarnar, þ.e.a.s. samsettar samtengingar; til dæmis „hvorki né“ og „bæði og“. Allar aðrar samtengingar eru aukatengingar.