66°Norður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjóklæðagerðin ehf.
66°North logo.svg
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 1926 sem Sjóklæðagerð Íslands
Staðsetning Garðabæ
Starfsemi Fatagerð
Vefsíða 66north.is

66°Norður er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur föt. Fötin eru sniðin á börn, konur og menn og henta fyrir alla útiveru. Fyrirtækið hefur unnið mörg hönnunarverðlaun fyrir vörur sínar, svo sem Scandi­navi­an Out­door Aw­ards (SOA).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Sjómaður í fatnaði frá Sjóklæðagerð Íslands

66°Norður, eða Sjóklæðagerðin eins og fyrirtækið heitir sums staðar, hóf göngu sína árið 1926 á Suðureyri við Súgandafjörð. Upprunalega hét fyrirtækið Sjóklæðagerðin en 66°Norður nafnið kom til vegna þess að Súgandafjörður er staðsettur rétt norðan við heimskautsbaug, á breiddargráðu 66°N og þótti það því við hæfi. Hans Kristjánsson, ungur sjómaður á Suðureyri, hóf tilraunir heima hjá sér í Súgandafirði við gerð sjófatnaðar og var kostaður af útgerðarmönnum í nám til Noregs til að læra af sjóklæðagerðum þar í landi. Þegar hann kom aftur heim til Íslands hóf Hans að sníða og framleiða sinn eigin sjófatnað og stofnaði Sjóklæðagerð Íslands. Tilgangur fyrirtækisins var að búa til betri fatnað fyrir sjómenn sem létti þeim verkin og gerði tilveru þeirra örlítið öruggari.

Í dag[breyta | breyta frumkóða]

Vörulína fyrirtækisins hefur breikkað mikið á undanförnum árum og er nú fatnaðurinn orðinn hversdagsfatnaður margra Íslendinga í þeirra daglega lífi. Frá upphafi hefur félagið starfrækt sínar eigin verksmiðjur og fer stærstur hluti framleiðslunnar í dag fram í verksmiðjum í Lettlandi. Þar starfa um 200 manns (árið 2016) við framleiðslu og pökkun á útivistarfatnaði, sjófatnaði og vinnufatnaði fyrir fjölmargar starfstéttir, allt frá byggingarverkamönnum til lögregluþjóna.

Þjónusta[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirtækið býður upp á ýmsa þjónustu, svo sem sérsaum, merkingar og ýmsar viðgerðir á vörum þess.

Verslanir[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi listi af verslunum 66°Norður hér á landi og erlendis:

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

 • Faxafeni 12
 • Faxafeni 12 - Útsölumarkaður
 • Bankastræti 5
 • Kringlan
 • Smáralind
 • Miðhrauni 11
 • Skipagata 9 (Akureyri)
 • Glerártorgi (Akureyri)
 • Laugavegur 17-19

Erlendis[breyta | breyta frumkóða]

 • Sværtegade 12 - Danmörk
 • Østergade 6 - Danmörk [1]
 • Illum - Østergade 52 - Danmörk

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Vefsíða 66°Norður/

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]