1449
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1449 (MCDXLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 17. júní - Danmörk og England gerðu með sér samning sem gerði Englendingum áfram kleift að sigla til Íslands að fengnu sérstöku leyfi.
- 20. nóvember - Karl Knútsson Bonde Svíakonungur krýndur konungur Noregs - og þar með Íslands - í Þrándheimi. Konungstign hans entist þó ekki nema fram á næsta ár, þá var Kristján 1. hylltur konungur.
- Gottskálk Keniksson fékk umboð erkibiskups yfir Skálholtsstól þótt páfi hefði skipað Marcellus biskup í Skálholti.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 6. janúar - Konstantín 9. krýndur síðasti keisari Austrómverska keisaradæmisins.
- 7. apríl - Felix V, síðasti mótpáfinn, sagði af sér.
- 19. apríl - Nikulás V var kjörinn páfi á kirkjuþinginu í Basel.
- 28. október - Kristján 1. var krýndur konungur Danmerkur og giftist Dórótheu af Brandenborg, ekkju Kristófers af Bæjaralandi.
- 29. október - Hundrað ára stríðið: Enska setuliðið í Rúðuborg gafst upp fyrir her Karls 7. Frakkakonungs.
- 20. nóvember - Karl Knútsson Bonde, konungur Svíþjóðar, var krýndur konungur Noregs.
Fædd
- 1. janúar - Lorenzo de' Medici, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1492).
- 21. október - Georg Plantagenet, hertogi af Clarence, bróðir Játvarðar 4. og Ríkharðs 3. Englandskonunga (d. 1478).
- Domenico Ghirlandaio, ítalskur listmálari (d. 1494).
Dáin
- 19. febrúar - Elinóra af Aragóníu, drottning Portúgals, kona Játvarðar Portúgalskonungs (f. 1402).
- 13. ágúst - Lúðvík 4., kjörfursti af Pfalz (f. 1424).