1429
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1429 (MCDXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Klaustrið og kirkjan á Munkaþverá brunnu og tveir munkar fórust.
- Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup kom til landsins.
- Jón biskup vígði Helgafellsklaustur að nýju en það hafði verið vanhelgað 1425. Hann vígði jafnframt Njál Bárðarson ábóta.
- Þorgils var vígður ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 30. apríl - Umsátrið um Orléans: Jóhanna af Örk kom til Orléans með varalið.
- 7. maí - Fall Tourelles, síðasta umsátursvirkis Englendinga við Orléans, Jóhanna af Örk varð hetja fyrir að leiða lokaáhlaupið þótt hún hefði særst.
- 8. maí - Englendingar fóru frá Orléans.
- 17. júlí - Karl 7. krýndur konungur Frakklands í Reims.
- 8. september - Jóhanna af Örk leiddi misheppnað áhlaup á París og særðist.
- Eyrarsundstollinum komið á. Í honum fólst að öll skip sem ekki tilheyrðu Kalmarsambandinu skyldu greiða toll þegar þau fóru um Eyrarsund. Til að fylgjast með skipaferðum var virkið Krókurinn reist á Helsingjaeyri.
Fædd
- 23. mars - Margrét af Anjou, Englandsdrottning, kona Hinriks 6. (f. 1482).
Dáin
- Giovanni di Bicci de' Medici, stofnandi Medici-ættarveldisins (f. 1360).