Fara í innihald

Þorgils (d. 1434)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgils (d. 1434) var munkur sem var ábóti í Munkaþverárklaustri frá 1429 til dauðadags og hafði áður verið príor í klaustrinu.

Klausturlifnaður virðist ekki hafa náð sér á strik á Munkaþverá í nokkra áratugi eftir Svarta dauða og enginn ábóti var í klaustrinu þótt einhverjir munkar væru þar. Í janúarlok árið 1429, nóttina eftir fyrsta laugardag í þorra, brann klaustrið ásamt klausturkirkjunni og breiddist eldurinn svo hratt út að fáu tókst að bjarga. Tveir munkar brunnu til bana en sá þriðji, Þorgils príor, brenndist mjög illa, lá í rúminu fram til páska og náði sér aldrei að fullu líkamlega.

Sama ár var Þorgils vígður ábóti „og leizt það mörgum eigi misráðið síðan“. Hann gegndi því starfi til 1434 og hefur trúlega dáið það ár. Eftirmaður hans, Einar Ísleifsson, var vígður 1435.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Munkaþverár-klaustur. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Munkaþverárklaustur. Sunnudagsblaðið, 10. apríl 1966“.