1259
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1259 (MCCLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Ketill Þorláksson varð lögsögumaður.
- Gissur Þorvaldsson jarl keypti Reynistað í Skagafirð og settist þar að.
- Sturla Þórðarson gerðist lendur maður Gissurar.
- Ingibjörg Sturludóttir giftist Þórði Þorvarðarsyni í Saurbæ í Eyjafirði.
- Þorvarður Þórarinsson var dæmdur sekur á Alþingi.
Fædd
Dáin
- Ólafur hvítaskáld, skáld og lögsögumaður.
- Teitur Þorvaldsson lögsögumaður.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. maí - Eiríkur klipping varð konungur Danmerkur við andlát Kristófers 1. en móðir hans, Margrét drottning, stýrði þó ríkinu framan af.
- Parísarsáttmálinn var gerður milli Frakka og Englendinga þar sem þeir síðarnefndu létu af öllu tilkalli sínu til héraða á meginlandinu.
- Þýsku borgirnar Lýbika, Wismar og Rostock gerðu með sér bandalag til að verjast sjóræningjum á Eystrasalti og lögðu þannig grunninn að Hansasambandinu.
Fædd
- 25. mars - Androníkos 2. Palaíológos, keisari Býsans (d. 1332).
- Pietro Cavallini, ítalskur listamaður (d. 1330).
- (sennilega) - Jóhann 2. af Jerúsalem, konungur Kýpur (d. 1285).
Dáin
- 7. febrúar - Tómas 2. af Savoja.
- 29. maí - Kristófer 1., Danakonungur (f. 1219).