Kári Runólfsson
Útlit
Kári Runólfsson (d. 1187) var ábóti í Þingeyraklaustri á 12. öld. Hann var sonur Runólfs Ketilssonar skálds og prests á Möðruvöllum í Eyjafirði og síðar munks í Helgafellsklaustri, og sonarsonur Ketils Þorsteinssonar Hólabiskups. Systursonur Kára var Ketill Hermundarson ábóti í Helgafellsklaustri.
Kári varð ábóti á Þingeyrum 1181 og tók við af Karli Jónssyni, sem dvaldi þó áfram í klaustrinu en fór til Noregs nokkru síðar. Kári dó 1187. Þá hafði Karl snúið aftur heim og mun hafa tekið við ábótastarfinu að nýju.