Fara í innihald

Pax Vobis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pax Vobis var íslensk nýbylgjuhljómsveit sem starfaði frá 1983 til 1986. Hljómsveitin var stofnuð af Ásgeiri Sæmundssyni sem söng og lék á rafmagnsorgel, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni gítarleikara og Skúla Sverrissyni bassaleikara. Ýmsir trommuleikarar léku með hljómsveitinni meðan hún lifði, fyrst Sigurður Hannesson, síðan Steingrímur Óli Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Hljómsveitin gaf aðeins út eina hljómplötu, Pax Vobis, árið 1984 sem innihélt smellinn „Coming My Way“. Nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar komu saman aftur 1987 í hljómsveitinni Geiri Sæm og Hunangstunglið.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.