Þjórsárdalshraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þjórsárdalshraun er eitt hinna svokölluðu Tungnárhrauna. Það þekur dalbotn Þjórsárdals allt frá Gjánni og að Þjórsá. Miklar gervigígaþyrpingar einkenna hraunið. Þjórsárdalshraun er aðeins lítill hluti af mun stærra hrauni, Búrfellshrauni, sem kom upp í miklu eldgosi á Veiðivatnasvæðinu fyrir rúmum 3000 árum. Álma úr því flæddi niður um Gjána og ofan í dalinn. Miklar gufusprengingar og umbyltingar urðu þegar glóandi hraunið breiddist út yfir flatan dalbotninn og þá urðu gervigígarnir til. Hraunið er úr dílabasalti eins og önnur Tungnárhraun þar sem stórir hvítir feldspatdílar sitja í dökkum grunnmassa.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]