Dílabasalt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dílabasalt er tegund basalts.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Í flestum gerðum basalts er að finna díla þ.e. stóra kristalla í dul-eða fínkornóttum grunnmassa. Slíkt basalt nefnist dílabasalt. Algengustu dílarnir eru feldspatdílar, ólivíndílar og pýroxendílar eru einnig algengi. Sé fleiri en ein tegund díla í berginu þá kallast það tví-eða þrídílótt. Ef það er lítið af feldspati en mikið af ólivíni og pýroxeni þá kallast það pikrít eða ankaramít.

Talað er um stakdílótt berg ef dílaþéttleikinn er < 5% en dílabasalt ef dílaþéttleikinn er > 5% af rúmtaki bergsins.

Uppruni og útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Dílabasalt myndar um það bil 10% af basalti hraunstaflans á Íslandi. Það myndar stundum lög og lagasyrpur sem hægt er að rekja langar leiðir og hægt er að nota þau sem „leiðalög“ við jarðfræðikortalagningu.

Dílarnir uxu í kvikuhólfinu neðanjarðar og blönduðust kvikunni sem bar þá til yfirborðs í eldgosum. Eru ofast af öðrum uppruna en bergið sem þeir finnast í.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2