Þjófakrókur
Útlit
Þjófakrókur er kriki milli Hádegisfells, Kaldadals og Langjökuls. Talið er að Þjófakrókur heiti svo eftir útilegumanninum Fjalla-Eyvindi og að hann hafi hafst þar við um hríð með vitneskju Húsafellsprests. Er jafnvel talið að Fjalla-Evindur, sem talinn er hafa verið hagleikssmiður, hafi dvalið með óreglulegum hætti á Húsafelli og smíðað þar ýmsa húsmuni fyrir prest.
Frá Þjófakrók er auðvelt að komast á Langjökul og hafa Borgfirðingar sameinast um að þróa þar margvíslega aðstöðu til skíða- og frístundaiðkunar sem sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem þangað koma og vilja fara á jökulinn.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, U-Ö. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.