Fara í innihald

Frístund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Almenningsgarðar eru ætlaðir frístundastarfi, afþreyingu og hreyfingu.

Frístund eða frítími er tími sem ekki er eytt í vinnu eða önnur verkefni eins og atvinnuleit, húsverk og nám, eða nauðsynlegar athafnir eins og svefn og át. Þegar rætt er um frístund eða frítíma er áherslan á frelsi fólks til að ráða tíma sínum sjálft. Það sem fólk fæst við í sínum frítíma hefur engan annan tilgang en að auka lífsgæði og fá hvíld frá amstri dagsins. Skipulegt frístundastarf einkennist oft af afþreyingu og félagsstarfi sem hefur annan tilgang en hvíld, en ýmsar tómstundir sameina þetta tvennt.

Bandaríski hagfræðingurinn Thorstein Veblen skilgreindi frístund sem afkastalausa tímaneyslu.[1] Vanda Sigurgeirsdóttir skilgreinir tómstundir sem athafnir í frítíma þar sem áherslan er á vellíðan og aukningu á lífsgæðum.[2] Ýmsar aðrar athafnir geta átt sér stað á frítíma sem ekki teljast auka lífsgæði, eins og vímuefnaneysla og fjárhættuspil sem dæmi. Ótti við að aukinn frítími almennings leiddi til siðspillingar varð til þess að yfirvöld reyndu að hafa áhrif á tómstundir fólks frá lokum 19. aldar. Uppgang skipulegra íþrótta og almenningsbókasafna má rekja til sömu þróunar.[3][4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Veblen, Thorstein (1953). The Theory of the Leisure Class. New York: New American Library. bls. 46.
  2. Vanda Sigurgeirsdóttir (2014). „Tómstundamenntun“. Uppeldi og menntun. 23 (1): 92.
  3. Cunningham, H. (1990). „Leisure and culture“. The Cambridge Social History of Britain, 1750-1950. bls. 279–340.
  4. Hietala, M. (2001). „Finnish public libraries in the 20th century“ (PDF). Tampere University Press: 7–22.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.