Básendar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Básendar (Bátsandar) voru fyrrum kaupstaður og útræði á Reykjanesskaga vestanverðum. Básendar eru sunnarlega á Miðnesi (Rosmhvalanesi), á milli Stafness og Hafna. Höfnin var langt og mjótt lón, sem var eins og bás austur og inn í landið. Básendar voru verslunarstaður að minnsta kosti frá 1484 til 1800, þar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði verslunarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Hinrik Hansen átti Básenda og var kaupmaður þar í lok 18. aldar og hefur verið nefndur síðasti kaupmaðurinn á Básendum enda var aldrei verslað né búið á Básendum eftir að hann fór þaðan. Yfir Básenda gekk Básendaflóðið árið 1799 og lagði staðinn í rústir. Lagðist þá verslun þar af.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]