Þórarinn Guðmundsson
Útlit
Þórarinn Guðmundsson (27. mars 1896 – 25. júní 1979) var íslenskur fiðluleikari og tónskáld.
Þórarinn var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla, en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921. Árið 1930 varð hann starfsmaður Ríkisútvarpsins og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði Félag Íslenskra tónlistarmanna árið 1939 og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri.