Fara í innihald

Úllen dúllen doff - Kisubörnin kátu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úllen dúllen doff - Kisubörnin kátu
Bakhlið
SG - 159
FlytjandiÝmsir
Gefin út1982
StefnaBarnanefni
ÚtgefandiSG-hljómplötur

Úllen dúllen doff - Kisubörnin kátu er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1982. Á henni flytur Úllen dúllen doff leikflokkurinn leikrit fyrir börn búið til flutnings af Gísla Rúnari Jónssyni eftir sögu Walt Disney í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Hljóðritun fór fram hjá Hljóðrita hf. Tæknimenn: Hjörtur Howser og Pétur Hjaltested. Viðbótarhljóðritun og hljóðblöndun fór fram hjá Ríkisútvarpinu. Tæknimaður: Vigfús Ingvarsson. Ljósmynd á framhlið: Ólafur Jónsson. Ljósmynd á bakhlið: Bjarnleifur. Filmuvinna og prentun: Prisma

Hlutverk og leikendur:

[breyta | breyta frumkóða]

Tónlist og áhrifahljóð eru eftir Gísla Rúnar Jónsson og útsett af honum ásamt Magnúsi Kjartanssyni. Hljóðfæraleikur: Magnús Kjartansson.

Hljóðdæmi

[breyta | breyta frumkóða]

Hljóðdæmi