× Sorbaronia mitschurinii
× Sorbaronia mitschurinii | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Óþroskuð ber á klóninum 'Viking'
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
× Sorbaronia mitschurinii | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
|
× Sorbaronia mitschurinii, einnig þekkt sem Sorbaronia mitschurinii, er ræktuð tegund sem þar til nýlega gekk undir nafninu Aronia mitschurinii.[2] Hún hefur einnig verið talin til ræktunarafbrigða af logalaufi (Aronia melanocarpa),og algengir klónar eru 'Viking' og 'Nero'. Erfðarannsóknir benda til að hún sé líklega blendingur á milli A. melanocarpa og Sorbus aucuparia (ilmreynir)[3] sem líklega kom fram í ræktun.[2][4]
Það hefur verið lagt til að Sorbaronia mitschurinii sé upprunnin úr tilraunum rússneska ræktandans Ivan Vladimirovich Michurin sem gerði mikið af ættkvíslablendingum ávaxtarunna og trjáa.[4]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þessi tegund er kröftugri í vexti en villt logalauf; blöðin eru breiðari, og berin eru stærri.[2][3] Hún er tetraploid[3] og sjálffrjó.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Sorbaronia mitschurinii hefur verið nýtt mikið í fyrrum Sovétríkjunum[5] þar sem stór berin eru nothæf í safagerð, vín og sultugerð, og þar sem plantan er sjálffrjó og þarf þess vegna ekki aðra til að mynda ber.[6]
Eins og aðrar Aronia tegundir, er berið nýtt sem bragð- og litarefni í drykki og jógúrt.[6] Safinn úr þroskuðum berjunum er herpandi, sætur (með miklu sykurinnihaldi), súr (lágt pH), og inniheldur C vítamín. Auk notkunar í safa, er hægt að baka sætabrauð úr berjunum.[6]
Áþekkir blendingar
[breyta | breyta frumkóða]Aðrir ættkvíslablendingar innan Maleae, sem eru með reyni sem annað foreldrið, eru:
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Potter, D., et al. (2007). Phylogeny and classification of Rosaceae. Plant Systematics and Evolution. 266(1–2): 5–43. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Skvortsov, A.K. & Yu.K. Maitulina (1982). Þýðing eftir Irina Kadis. „On distinctions of cultivated black-fruited Aronia from its wild ancestors“. Bulletin of the Central Botanical Garden, AN SSSR. 126: 35–40.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Leonard, P.L.; M.H Brand; B.A. Connolly & S.G. Obae (2013). „Investigations into the origin of Aronia mitschurinii using amplified fragment length polymorphism analysis“. HortScience. 48 (5): 520–524.
- ↑ 4,0 4,1 Skvortsov, A.K., Yu.K. Maitulina, and Y.N. Gorbunov. 1983. Cultivated black-fruited Aronia: Place, time, and probable mechanism of formation. Bull. MOIP. Otd. Biol. 88:88-96 translation by Irina Kadis
- ↑ Kask, K. (1987). „Large-fruited black chokeberry (Aronia melanocarpa)“. Fruit Varieties Journal. bls. 47–47. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júlí 2019. Sótt 10. júlí 2019.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 Steven A. McKay (17. mars 2004). „Demand increasing for aronia and elderberry in North America“ (PDF). New York Berry News.. árgangur 3 no. 11.