Logalauf
Útlit
Logalauf | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Aronia melanocarpa (Michx.) Elliott 1821 |
Logalauf (fræðiheiti: Aronia melanocarpa) er runni í rósaætt, sem er ættaður úr austurhluta Norður-Ameríku, frá Kanada til mið Bandaríkjanna.[1] Hann hefur aðallega verið ræktaður sem skrautrunni, ekki síst vegna haustlitar, en hefur orðið vinsæll í heilsufæði.
Hann verður um 2m hár, og um 3m breiður. Egglaga blöðin eru gljáandi græn og verða rauð eða rauðgul á haustin. Blónin eru hvít (stundum bleik) í litlum klösum. Berin eru svört eða dökk mórauð, þroskast seint,[2] en eru talin betri eftir að hafa frosið 1 til 2 sinnum.
Ræktunarafbrigðin 'Viking' og 'Nero' eru nú talin vera blendingar við reynivið og eru þá undir nafninu × Sorbaronia mitschurinii.[3][4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ "Aronia melanocarpa". County-level distribution map from the North American Plant Atlas (NAPA). Biota of North America Program (BONAP). 2014.
- ↑ Pankhurst, Richard J. (2014). "Aronia melanocarpa". Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine In Flora of North America Editorial Committee (ed.). Flora of North America North of Mexico (FNA). 9. New York and Oxford – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ Leonard, P.L.; M.H Brand; B.A. Connolly & S.G. Obae (2013). „Investigations into the origin of Aronia mitschurinii using amplified fragment length polymorphism analysis“. HortScience. 48 (5): 520–524.
- ↑ Skvortsov, A.K., Yu.K. Maitulina, and Y.N. Gorbunov. 1983. Cultivated black-fruited Aronia: Place, time, and probable mechanism of formation. Bull. MOIP. Otd. Biol. 88:88-96 translation by Irina Kadis
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Logalauf.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Aronia melanocarpa.