Logalauf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Logalauf

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Aronia
Tegund:
A. melanocarpa

Tvínefni
Aronia melanocarpa
(Michx.) Elliott 1821

Logalauf (fræðiheiti: Aronia melanocarpa) er runni í rósaætt, sem er ættaður úr austurhluta Norður-Ameríku, frá Kanada til mið Bandaríkjanna.[1] Hann hefur aðallega verið ræktaður sem skrautrunni, ekki síst vegna haustlitar, en hefur orðið vinsæll í heilsufæði.

Hann verður um 2m hár, og um 3m breiður. Egglaga blöðin eru gljáandi græn og verða rauð eða rauðgul á haustin. Blónin eru hvít (stundum bleik) í litlum klösum. Berin eru svört eða dökk mórauð, þroskast seint,[2] en eru talin betri eftir að hafa frosið 1 til 2 sinnum.

Ræktunarafbrigðin 'Viking' og 'Nero' eru nú talin vera blendingar við reynivið og eru þá undir nafninu × Sorbaronia mitschurinii.[3][4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Aronia melanocarpa". County-level distribution map from the North American Plant Atlas (NAPA). Biota of North America Program (BONAP). 2014.
  2. Pankhurst, Richard J. (2014). "Aronia melanocarpa". In Flora of North America Editorial Committee (ed.). Flora of North America North of Mexico (FNA). 9. New York and Oxford – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  3. Leonard, P.L.; M.H Brand; B.A. Connolly & S.G. Obae (2013). „Investigations into the origin of Aronia mitschurinii using amplified fragment length polymorphism analysis“. HortScience. 48 (5): 520–524.
  4. Skvortsov, A.K., Yu.K. Maitulina, and Y.N. Gorbunov. 1983. Cultivated black-fruited Aronia: Place, time, and probable mechanism of formation. Bull. MOIP. Otd. Biol. 88:88-96 translation by Irina Kadis

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist