Öskjuvatn
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Askja nær og Öskjuvatn.
Öskjuvatn er næstdýpsta stöðuvatn Íslands en það er staðsett í Dyngjufjöllum í Ódáðahrauni í norðurhluta Vatnajökulsþjóðgarði. Það varð til við Öskjugos árið 1875 þegar landið seig og myndaði mikla gosöskju sem fylltist af vatni á fyrstu árunum eftir gosið. Vatnið var dýpsta stöðuvatn Íslands á árunum frá 1875-2009, 11 km² að stærð og 220 m á dýpt, en nýlegar mælingar hafa sýnt að Jökulsárlón er nú dýpsta vatn Íslands, um 280 m á dýpt.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins“, á Vísi.is 1. júlí 2009. (Skoðað 23. apríl 2010).
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
