Öskjuvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Askja nær og Öskjuvatn.

Öskjuvatn er næstdýpsta stöðuvatn Íslands en það er staðsett í Dyngjufjöllum í Ódáðahrauni í norðurhluta Vatnajökulsþjóðgarði. Það varð til við Öskjugos árið 1875 þegar landið seig og myndaði mikla gosöskju sem fylltist af vatni á fyrstu árunum eftir gosið. Vatnið var dýpsta stöðuvatn Íslands á árunum frá 1875-2009, 11 km² að stærð og 220 m á dýpt, en nýlegar mælingar hafa sýnt að Jökulsárlón er nú dýpsta vatn Íslands, um 280 m á dýpt.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Jökulsárlón orðið dýpsta vatn landsins“, á Vísi.is 1. júlí 2009. (Skoðað 23. apríl 2010).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.