Fara í innihald

Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ólafs saga Odds)

Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk er íslensk konungasaga, sem Oddur Snorrason munkur á Þingeyrum samdi á latínu um 1200, en er varðveitt í íslenskri þýðingu sem gerð var skömmu síðar. Latneska gerðin er glötuð, og er erfitt að meta hversu nákvæm íslenska þýðingin er. Oddur notaði helgisögur sem fyrirmynd, og lýsir Ólafi sem postula Norðmanna.

Sagan er varðveitt í tveimur heillegum handritum, og broti af því þriðja, og virðist sagan nánast heil ef þau eru lögð saman. Oddur notaði ritaðar heimildir, svo sem eftir Sæmund fróða og Ara fróða, einnig Acta sanctorum in Selio (Þátt af Seljumönnum) og hugsanlega Historia de Antiquitate Regum Norwagiensium, en hann bætir við miklu efni. Í formála lýsir Oddur markmiðum sínum með ritun sögunnar.

Snorri Sturluson notaði Ólafs sögu Odds, þegar hann samdi Heimskringlu, og það gerði einnig höfundur Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu.

Margt bendir til að Ólafs saga Odds hafi markað nokkur tímamót í íslenskum bókmenntum að því leyti, að hún hafi verið ein fyrsta ítarlega sagan sem fjallaði um einn Noregskonung.

Útgáfur og þýðingar

[breyta | breyta frumkóða]
Þýðingar
  • Útgáfa Ólafs Halldórssonar af sögunni.
  • Sverrir Tómasson o.fl.: Íslensk bókmenntasaga I, Mál og menning, Rvík 1992, 454–457.
  • Margaret Clunies Ross: Old Icelandic Literature and Society. Cambridge University Press, Cambridge 2000. ISBN 0-521-63112-2
  • Johannes Hoops: Reallexikon der germanischen Altertumskunde: Band 22. Walter de Gruyter 2003. ISBN 3-11-017351-4