Fara í innihald

Margaret Clunies Ross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Margaret Clunies Ross (fædd 1942) er McCaughey-prófessor í ensku og fornenskum bókmenntum við Háskólann í Sydney, Ástralíu. Hún veitir forstöðu Centre for Medieval Studies við sama skóla. Hún stundaði nám í Somerville College í Oxford.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Margaret Clunies Ross hefur einkum fengist við rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum, og sögu þeirra fræða.

Frá 1997 hefur hún verið einn af ritstjórum hinnar nýju heildarútgáfu íslenskra og norskra dróttkvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.

Hún hefur einnig ritað greinar um menningu frumbyggja Ástralíu, gefið út kvæði þeirra og unnið með mannfræðingum og þjóðfræðingum við að rannsaka hvernig þau voru flutt. Þá hefur hún fengist við fornensk fræði og lagt fram efni í Oxford Dictionary of National Biography.

Clunies Ross varð heiðursdoktor við Háskólann í Gautaborg og er félagi í Kungliga Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur í Uppsölum.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

  • Prolonged echoes. Volume 1 Old Norse Myths in Medieval Northern Society. Volume 2 The Reception of Norse Myths in Medieval Iceland. Odense: Odense University, 1994, 1998. — The Viking Collection 7, 10. ISBN 8778380081, ISBN 8778383323
  • A History of Old Norse Poetry and Poetics. Cambridge: Brewer, 2005. ISBN 1843840340
  • The Cambridge Introduction to the Old Norse-Icelandic Saga. Cambridge University Press, Cambridge 2010. ISBN 9780521514019
  • (Ritstj.): Old Icelandic Literature and Society. Cambridge/New York: Cambridge University, 2000. — Cambridge Studies in Medieval Literature 42. ISBN 0521631122
  • (Ritstj. með Geraldine Barnes): Old Norse Myths, Literature and Society: Proceedings of the 11th International Saga Conference 2–7 July 2000, University of Sydney. Centre for Medieval Studies, University of Sydney, 2000, ISBN 1864873167. — Endurpr. Odense University Press 2003. ISBN 8778387949

Afmælisrit[breyta | breyta frumkóða]

  • Learning and Understanding in the Old Norse World: Essays in Honour of Margaret Clunies Ross. Ritstj. Judy Quinn, Kate Heslop og Tarrin Wills. Turnhout 2007. — Medieval Texts and Cultures of Northern Europe 18. Ritaskrá hennar er á bls. 447–456.