Ólífræn efnafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólífræn efnafræði er sú grein efnafræðinnar sem fjallar um ólífræn efnasambönd, það er öll efnasambönd sem innihalda ekki kolefni og nokkur efni til viðbótar eins og koltvísýring.

Nafnið[breyta | breyta frumkóða]

Áður fyrr var talið að ómögulegt væri að mynda lífræn efnasambönd úr ólífrænum. Því var efnafræði skipt í lífræna og ólífræna efnafræði. Árið 1828 tókst Friedrich Wöhler að búa til þvagefni sem finnst í mörgum lífverum úr ólífræna efninu ammóníumsýanati og kollvarpaði þar með fyrri hugmyndum. Skiptingin er samt sem áður rökrétt þar sem bygging og efnahvörf þessara tveggja flokka eru ólík.

Ólífræn efnasambönd[breyta | breyta frumkóða]

Öll efnasambönd sem innihalda ekki kolefni eru ólífræn. Auk þess eru nokkur sambönd kolefnis sem teljast ólífræn. Þar á meðal eru efnasambönd kolefnis sem innihalda ekki vetni, til dæmis koltvísýringur og kolmónoxíð. Auk þess má nefna kolsýru, karbónöt og karbíð. Blásýra telst til beggja flokka.