Friedrich Wöhler
Útlit
Friedrich Wöhler (fæddur 31. júlí 1800 í Frankfurt, dáinn 23. september 1882 í Göttingen) var þýskur efnafræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa fyrstur manna búið til þvagefni úr ólífrænum efnasamböndum með efnasmíðaferli sem við hann er kennt (Wöhler-smíð), en var einnig þekktur fyrir ýmsar rannsóknir aðrar, svo sem einangrun áls og fleiri frumenfna, rannsóknir á málmoxíðum og merkt samstarf hans og Justusar von Liebig á olíum úr beiskum möndlum.