Ítaló diskó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ítaló diskó er undirtegund diskó-tónlistar, sem á uppruna sinn að rekja til Ítalíu seint á 8. áratugnum og í byrjun þess 9. Nafn stefnunar varð ekki til fyrr en árið 1985 en þá var Þjóðverji að nafni Bernard Mikulski sem fann upp á því. Bernard rak útgáfufyrirtækið ZYX og fannst tími til þess kominn að þessi tegund af tónlist fengi nafn svo hægt væri að markaðsetja hana.

Ítaló-diskó er undir mjög miklum áhrifum frá diskói en þó er það mun elektrónískara en diskó hafði verið þegar það hafði verið upp á sitt besta. Trommu-gervlar og hljóðgervlar spiluðu stórt hlutverk í stefnunni en þeir voru notaðir til þess að framkalla tilraunakennda tónlist og gáfu ítaló diskó þann elektróníska brag sem einkennir stefnuna. Stefnan er einnig frekar poppuð hún er frá miklum áhrifum frá hinum og þessum stefnum og hljómar eins og einhvers konar framtíðar popp oft á tíðum. Eins og í venjulegri diskó tónlist er þemað textum í ítaló diskói oftast ást og oftar en er söngurinn á ensku. Ítaló diskó náði ekki það miklum vinsældum en þó eru einhverjir tónlistarmenn sem má sjá hjá skýr áhrif frá stefnunni, enn þann dag í dag.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Ítaló diskó er undirstefna diskó tónlistar og áður en farið verður nánar út í sögu ítaló diskós verður rakin stutt saga diskó tónlistar.

Diskó[breyta | breyta frumkóða]

Diskó er tegund af popp-tónlist sem varð til á miðjum 6. áratugnum og náði tindi vinsælda sinna seint á 8. áratugnum. Það sem var einkennandi fyrir diskó-tónlist var diskó-dans og staðirnir sem spiluðu diskó en það voru svokallaðir diskó-klúbbar.

Mikil menning var í kringum diskó tónlist en fólk fór að klæða sig í skrautleg föt og var mikil áhersla lögð á það að líta sem best út, sérstaklega þegar farið var á diskó klúbbana. Diskó tónlist er mikil stuð tónlist sem einkenndist af stöðugum og miklum takti fyrir dans, diskó var undir miklum áhrifum frá sálartónlist, fönki og suður-amerískri tónlist.[2]

Diskó var mjög vinsælt í Bandaríkjunum og í Evrópu seint á 8. áratugnum og snemma á þeim 9. og markaðurinn tók mjög vel við stefnunni á þessum tíma, og ekki minkuðu vinsældirnar með komu myndarinnar Saturday Night Fever, sem skartaði einni skærustu stjörnu Hollywood á þessum tíma, John Travolta, í aðalhlutverki. Tiltölulega snemma á 9. áratugnum fór diskó að missa vinsældir sínar, og í kjölfarið af því mynduðust mikil illindi í garð diskó stefnunnar og í Bandaríkjunum heyrðist slagorðið „diskó sökkar“ víða, ásamt því að diskó plötur voru brenndar.[3]

Uppruni ítaló[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar þess að vinsældirnar minnkuðu fór diskó tónlist ofan í undirölduna og tók að þróast. Þá fóru hjólin að snúast í heimi elektrónískrar tónlistar og diskó varð mun elektrónískara. Það var farið að notast mikið við hljóðgervla og trommugervla og á sama tíma voru Ítalir í Bandaríkjunum farnir að þróa nýja stefnu sem varð síðan að hús tónlist. Á Ítalíu hafði diskóið verið vinsælt en diskóið eins og það var í Bandaríkjunum var reyndar kallað Ítaló fönk á Ítalíu. Ein mikilvæg ástæða fyrir mikilli grósku í ítalskri tónlistargerð á þessum árum var efnahagsleg. Snemma á 9. áratugnum var gengið milli Bandaríkja dollarans og Ítölsku lírunar mjög óhagstætt þannig næstum ómögulegt var að koma vel út úr því að flytja tónlist til Ítalíu frá Bandaríkjunum. Þetta varð til þess að áherslan fór öll á innlenda framleiðslu og markaðsetningu, mörg stærstu Ítaló diskó plötufyrirtækin urðu til á þessum tíma, að miklu leyti vegna fjárhagslegra ástæðna. Textarnir í ítaló diskó eru yfirleitt frekar einsleitir. Þemað var oftar en ekki ástartengt en skipuðu þó ekki stóran sess í tónlistinni, og voru meira í aukahlutverki. Það var líka frekar algengt að ítölsku plötusnúðarnir kunnu litla sem enga ensku þannig tölvuraddir komu þeim oft til bjargar. Þrátt fyrir þetta náði ítaló diskó miklum vinsældum í Evrópu, sérstaklega þá í Mið- og Austur Evrópu, og einnig varð stefnan mjög vinsæl í Japan.[4]

Ýmsir ítalskir tónlistarmenn gáfu tónlistina sína út undir dulnefnum. Það var þannig háttað að útgáfufyrirtækin vildu ekki gefa út tónlist einstakra tónlistarmanna, þeir voru oft með stjörnustæla og vesen, þannig fyrirtækin sjálf bjuggu í rauninni til það sem þau gáfu út. Sem dæmi um þetta má nefna Den Herrow en þegar fyrsti söngvarinn fór að verða of kröfuharður þá var hann bara rekinn og einhver annar tók við en Den Harrow voru þrír söngvarar í allt.

„Spagettí-dans“[breyta | breyta frumkóða]

Flestum ítaló-diskó plötunum var hljóðstýrt af hljóðversnördum sem höfðu mest verið að spila með öðrum listamönnum þegar þeir höfðu komið í hljóðverið, oftast voru þeir hljómborðsleikarar eða plötusnúðar, sem bjuggu ekki yfir mikilli hljóðfærakunnáttu. Hins vegar voru þeir með á hreinu hvað var og var ekki góð danstónlist og hvað áheyrendur vildu heyra.

Áður en hið eiginlega Ítaló varð til kom fram á sjónarsviðið keimlík útgáfa af tónlistinni, hrárri en Ítalóið varð, en þó frekar líkt. Það kallaðist „Spagettí-dans” og var þannig háttað að það voru hvorki slagverk né strengjahljóðfæri, eingöngu hljóðgervlar, trommugervlar og hljómborð. „Spagettí-dans” var nánast að öllu leyti byggt upp eins og Ítalóið átti eftir að verða, 4/4 taktur, áhersla á laglínu og framtíðarkenndan hljóm.

En „spagettí-dans” entist ekki lengi sem slíkt. Nafnið var ekki nógu grípandi og það hljómaði bara frekar kjánalegt. En þá kom þjóðverjinn Bernard Mikulski til sögunar. Bernard átti plötufyrirtækið ZYX og fann upp á nafninu „ítaló diskó” árið 1984 og aðdáendur stefnunnar festu nafnið við tónlistina. Á fyrstu fjórum árunum sem ZYX gáfu út ítaló (1984-1988) voru þeir ótrúlega duglegir við útgáfur og gáfu út 23 safnplötur með ítaló-diskói, 13 undir nafninu „The Best of Italo Disco” og 10 undir „Italo boot mixes”.[5]

Endalok ítaló-diskó[breyta | breyta frumkóða]

Á meðan ítaló og elektrónísk tónlist varð sífellt vinsælli í Evrópu brenndu Bandaríkjamenn diskó plöturnar sínar og tónlistarmenningin breyttist töluvert þar. Elektró-senan var komin á fulla ferð í Evrópu og skiljanlega fór bandaríkjamenn að þyrsta í eitthvað því líkt. Ítaló-diskó varð aldrei neitt sérstaklega vinsælt í Bandaríkjunum en þó þróaðist frá stefnunni ýmsar stefnur sem urðu risastórar, til dæmis hústónlist en hún varð til í Chicago á miðjum 9. áratugnum. Þrátt fyrir ágæta vinsældir þá náði ítaló diskó aldrei að eins vinsælt og popp eða rokk og þegar hústónlistin kom til í Bandaríkjunum hófst mikil gróska í elektrónískri tónlist þar og hústónlistin varð til ásamt teknó-tónlist í Detroit. Þessar stefnur komu svo til Evrópu og tóku öll völd í elektrónískri tónlist og við það fjaraði ítaló diskó að mestu út.

Endurkoman[breyta | breyta frumkóða]

Frá árinu 1998, þegar þýska diskó-hljómsveitin Modern Talking tók saman aftur, hefur ítaló-diskó verið að verið að verða aftur vinsælt. Upprisa þessara vinsælda er mestu að þakka tveimur plötufyrirtækjum frá Finnlandi og Hollandi sem hafa verið að gefa út ítaló plötur seinustu ár.

Listi yfir ítaló-diskó tónlistarmenn[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2008/sep/01/sceneandhearditalodisco
  2. http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2008/sep/01/sceneandhearditalodisco
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2006. Sótt 13. mars 2012.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2006. Sótt 13. mars 2012.
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2006. Sótt 13. mars 2012.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]