Íslenskt vegabréf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kápa íslensks vegabréfs

Íslenskt vegabréf er skilríki afhent íslenskum ríkisborgurum til alþjóðlegra ferðalaga. Þjóðskrá Íslands gefur út íslensk vegabréf.[1] Íslensk vegabréf sem gefin voru út eftir 2006 eru líka með örflögu sem geymir sömu upplýsingar og lesa má á baksíðu vegabréfsins. Frá 2009 hafa fingraför vegabréfshafans líka verið geymd í örflögunni.[2] Íslensk vegabréf gilda í tíu ár frá útgáfudegi, eða í fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.[2]

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Íslensk vegabréf eru blá að utan með skjaldarmerki Íslands á miðri kápunni. Orðin „ÍSLAND“, „ICELAND“ og „ISLANDE“ eru prentuð fyrir ofan skjaldarmerkið, og orðin „VEGABRÉF“, „PASSPORT“ og „PASSEPORT“ standa fyrir neðan það. Neðst á kápunni er táknið fyrir rafrænt vegabréf.

Upplýsingasíða[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska vegabréfið inniheldur eftirfarandi persónuupplýsingar:

 • Mynd af vegabréfshafa
 • Tegund (PA)
 • Kóði (ISL)
 • Vegabréfsnúmer
 • Kenninafn
 • Eiginnafn
 • Þjóðerni
 • Hæð
 • Fæðingardagur
 • Kennitala
 • Kyn
 • Fæðingarstaður
 • Útgáfudagur
 • Gildistími
 • Stjórnvald

Neðst á síðunni eru upplýsingar á tölvutæku formi.

Ferð til annarra landa án vegabréfsáritunar[breyta | breyta frumkóða]

Kröfur um vegabréfsáritanir fyrir Íslendinga

Frá og með árið 2014 máttu íslenskir ríkisborgarar ferðast til 165 landa án vegabréfsáritunar, og því er íslenska vegabréfið í 9. sæti á heimsvísu eftir fjölda landa sem ferðast má til án vegabréfsáritunar.[3] Vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) er íslenskum ríkisborgurum heimilt að ferðast til 28 landa í Evrópusambandinu, auk Noregs, Lichtenstein og Sviss, og vinna og búa þar svo lengi sem þeir vilja án sérstakra leyfa.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Vegabref: Vegabréfið“. Þjóðskrá Íslands. Sótt 18. september 2015.
 2. 2,0 2,1 „Vegabref: Algengar spurningar“. Þjóðskrá Íslands. Sótt 18. september 2015.
 3. „Visa Restrictions Index 2014“ (PDF). Henley & Partners. Sótt 18. september 2015.
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.