Íslenskt vegabréf
Íslenskt vegabréf er skilríki afhent íslenskum ríkisborgurum til alþjóðlegra ferðalaga. Þjóðskrá Íslands gefur út íslensk vegabréf.[1] Íslensk vegabréf sem gefin voru út eftir 2006 eru líka með örflögu sem geymir sömu upplýsingar og lesa má á baksíðu vegabréfsins. Frá 2009 hafa fingraför vegabréfshafans líka verið geymd í örflögunni.[2] Íslensk vegabréf gilda í tíu ár frá útgáfudegi, eða í fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.[2]
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Íslensk vegabréf eru blá að utan með skjaldarmerki Íslands á miðri kápunni. Orðin „ÍSLAND“, „ICELAND“ og „ISLANDE“ eru prentuð fyrir ofan skjaldarmerkið, og orðin „VEGABRÉF“, „PASSPORT“ og „PASSEPORT“ standa fyrir neðan það. Neðst á kápunni er táknið fyrir rafrænt vegabréf.
Upplýsingasíða
[breyta | breyta frumkóða]Íslenska vegabréfið inniheldur eftirfarandi persónuupplýsingar:
- Mynd af vegabréfshafa
- Tegund (PA)
- Kóði (ISL)
- Vegabréfsnúmer
- Kenninafn
- Eiginnafn
- Þjóðerni
- Hæð
- Fæðingardagur
- Kennitala
- Kyn
- Fæðingarstaður
- Útgáfudagur
- Gildistími
- Stjórnvald
Neðst á síðunni eru upplýsingar á tölvutæku formi.
Ferð til annarra landa án vegabréfsáritunar
[breyta | breyta frumkóða]Frá og með árið 2014 máttu íslenskir ríkisborgarar ferðast til 165 landa án vegabréfsáritunar, og því er íslenska vegabréfið í 9. sæti á heimsvísu eftir fjölda landa sem ferðast má til án vegabréfsáritunar.[3] Vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) er íslenskum ríkisborgurum heimilt að ferðast til 28 landa í Evrópusambandinu, auk Noregs, Lichtenstein og Sviss, og vinna og búa þar svo lengi sem þeir vilja án sérstakra leyfa.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Vegabref: Vegabréfið“. Þjóðskrá Íslands. Sótt 18. september 2015.
- ↑ 2,0 2,1 „Vegabref: Algengar spurningar“. Þjóðskrá Íslands. Sótt 18. september 2015.
- ↑ „Visa Restrictions Index 2014“ (PDF). Henley & Partners. Sótt 18. september 2015.