Fara í innihald

Í skóm drekans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Í skóm drekans (kvikmynd))
Í skóm drekans
LeikstjóriHrönn & Árni Sveinsbörn
FramleiðandiBöðvar Bjarki Pétursson
Leikarar
FrumsýningFáni Íslands 31. október, 2002
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun: Óstaðfest L

Í skóm drekans er heimildarmynd um Hrönn Sveinsdóttur, hún ákveður að taka þátt í Ungfrú Ísland, og með hjálp vina og vandamanna tekur hún það allt upp. Margir af keppinautum hennar voru grunlausir um að hún væri að taka upp heimildarmynd, og héldu að hún væri að taka upp persónulegar upptökur. Af þessari ástæðu spruttu upp kærur vegna sýninga myndarinnar í kvikmyndahúsum, sem endaði með því að myndin varð að vera klippt. Í Áramótaskaupinu 2002 var gert mikið grín að myndinni og atburðunum sem komu í kjölfar hennar.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.