Élysée-höll

Hnit: 48°52′13″N 2°18′59″A / 48.87028°N 2.31639°A / 48.87028; 2.31639
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°52′13″N 2°18′59″A / 48.87028°N 2.31639°A / 48.87028; 2.31639

Inngangur Élysée-hallar.

Élysée-höll (Palais de l'Élysée á frönsku) er gamalt setur við Faubourg-Saint-Honoré-götu í áttunda hverfi Parísar. Höllin hefur verið aðsetur forseta Frakklands frá því á tíma annars franska lýðveldisins. Nafn hallarinnar er stundum notað með nafnskiptum til að vísa til frönsku ríkisstjórnarinnar.

Arkitektinn Armand Claude Mollet byggði setrið árið 1720 fyrir Louis-Henri de La Tour d'Auvergne, greifann af Évreux, en síðan þá hefur húsið átt sér litríka sögu og marga fræga húsráðendur. Loðvík 15. gaf frillu sinni, Pompadour markgreifaynju, setrið til umráða. Napóleon Bónaparte gaf setrið tengdabróður sínum, Joachim Murat. Bróðursonur Napóleons, Louis-Napoléon, bjó einnig í Élysée-höll sem forseti Frakklands frá 1848 til 1852.

Núverandi húsráðandi Élysée-hallar er Emmanuel Macron, forseti Frakklands frá 14. maí 2017.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Frakklandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.