Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Ásgeir Trausti Einarsson 1. júlí 1992 |
Uppruni | Laugarbakki, Ísland |
Störf |
|
Ár virkur | 2012 – í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki |
|
Vefsíða | asgeirmusic |
Ásgeir Trausti Einarsson (f. 1. júlí 1992) er íslenskur söngvari og lagahöfundur og átti auk þess feril sem söngvari með hljómsveitum eins og The Lovely Lion.
Á íslensku tónlistarverðlaununum 2013 hlaut hann fern verðlaun, fyrir plötu ársins; Dýrð í dauðaþögn, sem bjartasta vonin, vinsælasti flytjandinn og netverðlaun tónlist.is.[1]
Ásgeir Trausti hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu 16. júní 2015. Það seldist upp á báða tónleikana. Hann hefur farið í tónleikaferðir utan landsteinanna og þar á meðal til Ástralíu.
Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn á ensku undir heitinu In the Silence þar sem bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant aðstoðaði við textagerð. Árið 2017 hélt Ásgeir áfram að gefa út efni á ensku með plötunni Afterglow sem var með meiri raftónlistaráherslum. Hann vék sér að fyrri stíl með plötunni Sátt/Bury the Moon sem bæði var gefin út á ensku og íslensku árið 2020.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2012 Dýrð í dauðaþögn
- 2013 In the Silence
- 2017 Afterglow
- 2020 Sátt / Bury the Moon
- 2022 Time on My Hands
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- The Sky Is Painted Gray Today (2021)
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2012 Sumargestur (Tónlist #2)
- 2012 Leyndarmál (Tónlist #1 - 6 vikur)
- 2012 Dýrð í dauðaþögn“ (Tónlist #1 - 3 vikur)
- 2012 Hvítir skór (Blaz Roca og Ásgeir Trausti) (Tónlist #1 - 9 vikur)
- 2013 Nýfallið regn (Tónlist #5)
- 2013 Hærra (Tónlist #7)[2]
- 2017 Unbound, Stardust og I know you know (af Afterglow)
- 2019 Youth og Lazy giants (af Bury the moon)
- 2020 Upp úr moldinni (af Sátt)
- 2021: Sunday Drive og On the Edge (af stuttskífunni The Sky is painted grey today)
- 2022: Borderland og Like I am (af Time on my Hands)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ásgeir Trausti maður kvöldsins Morgunblaðið
- ↑ Ásgeir Trausti