Fara í innihald

Ásdís Kristjánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásdís Kristjánsdóttir (fædd 28. september 1978) er bæjarstjóri Kópavogs. Hún tók við embættinu af Ármanni Kr. Ólafssyni 15. júní 2022.

Ásdís er alin upp í Seljahverfinu í Breiðholti í Reykjavík og gekk í Seljaskóla. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc í hagfræði.

Ásdís var viðskiptastjóri hjá Lánstrausti frá 2002-2004, var sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu árið 2005, efnahagsgreinandi í greiningardeild Arion banka frá 2005-2011 og forstöðumaður deildarinnar frá 2011-2013. Hún hóf störf hjá Samtökum atvinnulífsins árið 2013 og starfaði þar sem forstöðumaður efnahagssviðs til ársins 2022. Hún gaf kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 og var oddviti flokksins í kosningum. Hún tók við stöðu bæjarstjóra í Kópavogi þann 15. júní 2022.

Hún var fulltrúi í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld árið 2013, hefur verið í stjórn fulltrúaráðs Verslunarskóla Íslands, í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga, var í verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnunnar frá 2017-2018, í stjórn Arctic Adventure frá 2018-2020 og í aðalstjórn HK frá 2018-2022.

Ásdís er gift Agnari Tómasi Möller, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn.


Fyrirrennari:
Ármann Kr. Ólafsson
Bæjarstjóri Kópavogs
(2022 – núverandi)
Eftirmaður:
'


  • „Kopavogur.is:Ásdís Kristjánsdóttir tekin við sem bæjarstjóri“. Sótt 16. júní 2022.
  • „Kjarninn:Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA“. Sótt 16. júní 2022.
  • „Kopavogur.is: Bæjarstjóri“. Sótt 28. júní 2022.
  • „Mannlif.is: Ásdís vill bæjarstjórastólinn“. Sótt 28. júní 2022.