Álftártunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álftártunga er bær og forn kirkjustaður á Mýrum í Borgarfirði. Þar var kirkja komin um 1200 og er hennar getið í Sturlungu.

Kirkjan var endurbyggð árið 1795 úr viðum Reykjavíkurkirkju sem þá hafði nýlega verið rifin. Núverandi kirkja var reist árið 1873 og þess minnst á jólum 1993 að 120 ár væru liðin frá byggingu hennar. Kirkjan, sem er lítil, tekur um 30 manns í sæti, var illa farin 1970 og stóð til að afhelga hana. Heimamenn mótmæltu, tóku á sig viðhald og gerðu upp kirkjuna að nokkru leyti og hefur helgihald haldist þar síðan.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.