Fara í innihald

Edda Falak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Edda Falak Yamak (f. 1991) er íslenskur fjármálafræðingur, hlaðvarpsstjórnandi, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún hafði frá mars 2021 til 2023 stýrt hlaðvarpsþáttunum Eigin konum.

Edda er fædd á Ítalíu en á íslenska móður og líbanskan föður. Hún gekk í Háskóla Íslands en flutti síðan til Danmerkur og útskrifaðist með mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.[1]

Á svipuðu tímabili hóf Edda að æfa CrossFit og lenti á verðlaunapalli á fyrsta CrossFit-móti sínu.[2] Hún sneri heim til Íslands árið 2020 og fékk brátt mikið fylgi á samfélagsmiðlum sem CrossFit-iðkandi, auk þess sem hún birti margar færslur um mataræði og reyndi að stuðla að jákvæðri líkamsímynd kvenna og stúlkna.[1][3]

Edda hætti störfum hjá fjölmiðlinum Heimildinni í mars árið 2023 eftir ábendingar um að hún hefði sagt rangt frá starfsferli sínum hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku tveimur árum fyrr.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Kidda Svarfdal. „Edda Falak berst gegn kvenfyrirlitningu og fordómum“. hún.is. Sótt 11. janúar 2022.
  2. Ása Ninna Pétursdóttir (27. mars 2021). „Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér". Vísir. Sótt 11. janúar 2022.
  3. Júlía Margrét Einarsdóttir; Hafdís Helga Helgadóttir (18. apríl 2021). „„Þú ert ekkert heimskari fyrir að sýna líkamann þinn". RÚV. Sótt 11. janúar 2022.
  4. Kjartan Kjartansson (3. apríl 2023). „Edda hætt á Heimildinni“. Vísir. Sótt 3. apríl 2023.