Edda Falak
Edda Falak Yamak (f. 1991) er íslenskur fjármálafræðingur, hlaðvarpsstjórnandi, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún hafði frá mars 2021 til 2023 stýrt hlaðvarpsþáttunum Eigin konum.
Edda er fædd á Ítalíu en á íslenska móður og líbanskan föður. Hún gekk í Háskóla Íslands en flutti síðan til Danmerkur og útskrifaðist með mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.[1]
Á svipuðu tímabili hóf Edda að æfa CrossFit og lenti á verðlaunapalli á fyrsta CrossFit-móti sínu.[2] Hún sneri heim til Íslands árið 2020 og fékk brátt mikið fylgi á samfélagsmiðlum sem CrossFit-iðkandi, auk þess sem hún birti margar færslur um mataræði og reyndi að stuðla að jákvæðri líkamsímynd kvenna og stúlkna.[1][3]
Edda hætti störfum hjá fjölmiðlinum Heimildinni í mars árið 2023 eftir ábendingar um að hún hefði sagt rangt frá starfsferli sínum hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku tveimur árum fyrr.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Kidda Svarfdal. „Edda Falak berst gegn kvenfyrirlitningu og fordómum“. hún.is. Sótt 11. janúar 2022.
- ↑ Ása Ninna Pétursdóttir (27. mars 2021). „Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér"“. Vísir. Sótt 11. janúar 2022.
- ↑ Júlía Margrét Einarsdóttir; Hafdís Helga Helgadóttir (18. apríl 2021). „„Þú ert ekkert heimskari fyrir að sýna líkamann þinn"“. RÚV. Sótt 11. janúar 2022.
- ↑ Kjartan Kjartansson (3. apríl 2023). „Edda hætt á Heimildinni“. Vísir. Sótt 3. apríl 2023.