Á selaslóðum er ferðamannaleið á Norðvesturlandi. Hún er 111 kólómetra löng og liggur um Vatnsnesið[1] og yfir í Víðidal í Húnaþingi vestra[2]. Hún varð til í mars 2021 og er í anda Demantshringsins[3] á Norðausturlandi . Markmiðið er að laða ferðamenn að í Húnaþing vestra. Á selaslóðum er hringleið, allt frá Hvammstanga um Vatnsnesið, yfir í Kolugljúfur og til baka aftur á Hvammstanga. Ferðamannaleiðin "Á selaslóðum" er markaðstæki fyrir ferðaþjónustuna í Húnaþingi vestra.