Fara í innihald

Borgarvirki

Hnit: 65°27.94′N 20°35.94′V / 65.46567°N 20.59900°V / 65.46567; -20.59900
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

65°27.94′N 20°35.94′V / 65.46567°N 20.59900°V / 65.46567; -20.59900

Borgarvirki
Hleðslan.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.