Kolugljúfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kolugljúfur
Kolufoss í Kolugljúfri

Kolugljúfur er gljúfur Víðidalsár í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur niður í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar.

Gljúfrin eru víðast hvar ógeng en þykja falleg og stórbrotin. Þau eru sögð kennd við tröllskessuna Kolu, sem sagt er að hafi grafið þau og átt þar síðan bústað. Bærinn Kolugil stendur við ána, rétt ofan við þar sem hún rennur ofan í gljúfrin, og ýmis örnefni tengd Kolu tröllkonu eru þar og í gljúfrunum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.