Króksnjáldri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Króksnjáldri
Samanburður á stærð króksnjáldra og manns
Samanburður á stærð króksnjáldra og manns
Ástand stofns
Gögn vantar (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Spendýr Mammalia
Ættbálkur: Hvalir Cetacea
Undirættbálkur: Tannhvalir Odontoceti
Ætt: Svínhveli Ziphidae
Ættkvísl: Mesoplodon
Tegund:
M. densirostris

Tvínefni
Mesoplodon densirostris
Blainville, 1817
Útbreiðslusvæði króksnjáldra
Útbreiðslusvæði króksnjáldra

Krókshjáldri (fræðiheiti Mesoplodon densirostris) er tannhvalur og ein af 14 tegundum í ættkvíslinni snjáldrar (Mesoplodon). Þeir eru hluti af ættinni svínhveli (Ziphiidae). Afar lítið er vitað um þessa hvalategund og er helsta vitneskja fengin af dauðum dýrum sem rekið hefa á land.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Króksnjáldur minnir mjög á aðra svínhvali í líkamsbyggingu og er ekki auðvelt að aðgreina þá á sjó úti. Búkurinn er sívalur, afturuggi lítill og einnig bægslin og sporðblakan án skoru. Tarfar og kýr eru nokkuð jafnlöng, um 4,7 metrar, en kýrin er heldur þyngri og vegur um eitt tonn en tarfurinn um 800 kg. Auðveldast er að greina króksnjáldra frá öðrum svínhvölum á höfuðlaginu. Þeir hafa lágt enni, mjótt og miðlungslangt snjáldur. Munnurinn sveigist í boga upp frá miðju og aftur að munnvikum. Þetta stafar af lögun kjálkabeinsins, fremri hluti þess er lágt en um miðju kjálkans hækkar hann snögglega. Tarfarnir hafa eitt par af tönnum í neðri kjálka og koma þær upp úr kjálkaboganum þar sem hann er hæstur. Fullorðnir tarfar eru oft þaktir tannaförðum aðallega framan og ofan á höfði og stafa þau sennilega af bardögum tarfanna. Hvalirnir eru gráir eða blágráir nema á kviði þar sem þeir eru hvítir eða ljósgráir. Algengt er að hvalirnir hafi hvít eða ljósgrá ör sennilega eftir hákarla eða sníkjudýr.

Útbreiðsla og hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Ekkert er vitað um fjölda króksnjáldra enda sjást þeir sjaldan á hafi úti og reka sjaldan á land. Þessi hvalategund hefur þó mikla útbreiðslu umhverfið jörðina á tempruðum og hitabeltishöfum. Þeir fylgja þó einstaka sinnum með Golfstraumnum og hafa þess vegna fundist við Ísland.[1]

Króksnjáldrar virðast oftast fara um í litlum hópum um 3 til 7 dýr. Þeir virðast aðallega éta smokkfiska.

Veiðar hafa aldrei verið stundaðar á króksnjáldrum nema í samband við aðrar hvalaveiðar og einstaka dýr hafa náðst í net við fiskveiðar.[2]

Neðanmáls[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hvalir, Ævar Petersen og Erlingur Ólafsson, í Dýralíf Suðurnesja, Náttúrufræðistofnun, 1986
  2. Beaked whales in the genus Mesoplodon, R:A: Mead, Handbook of marine mammals, 1989, Academic Press

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]