Icelandair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Icelandair
Icelandair logo.jpg
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Slagorð Óþekkt
Hjáheiti Óþekkt
Stofnað Fáni Íslands Reykjavík, Íslandi (1971)
Staðsetning Keflavík og Reykjavík, Ísland
Lykilmenn Björgólfur Jóhannsson forstjóri
Starfsemi Ferða- og flugþjónustufyrirtæki
Heildareignir Óþekkt
Tekjur ISK 88 milljónir (2010) Green Arrow Up.svg [1]
Hagnaður f. skatta ISK 6,2 milljónir (2010) Green Arrow Up.svg [1]
Hagnaður e. skatta ISK 4,5 milljónir (2010) Green Arrow Up.svg [1]
Eiginfjárhlutfall Óþekkt
Móðurfyrirtæki Óþekkt
Dótturfyrirtæki Óþekkt
Starfsmenn 2.129 (2010) Red Arrow Down.svg[1]
Vefsíða www.icelandair.is

Icelandair er alþjóðlegt flugfélag og dótturfyrirtæki Icelandair Group.

Forverar Icelandair voru Loftleiðir og Flugfélag Íslands. Félagið notar nafnið Loftleiðir fyrir leigustarfsemi félagsins.

Icelandair var í eigu FL Group - en þeir seldu allt sitt hlutafé 16. október 2006. Félagið er í dag í eigu Icelandair Group sem er hlutafélag skráð í desember 2006 í Kauphöll Íslands eða OMX sem ICEAIR.

Saga félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Í kreppunni 1970 urðu rekstrarhorfur bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða mjög slæmar. Ríkistjórn Íslands reyndi að sameina félögin, sem varð að veruleika 1973 eftir langt tímabil samningafunda.[2] Eignarhaldsfélagið Flugleiðir var stofnað, sem sameinaði félögin og hagræddi starfsemi félagana. Hagræðingin fólst í rekstri eigna félagsins, vátryggingum, gistihúsareksturs, veitingaþjónustu, bifreiðaleigu, ferðaskrifstofu og starfsemi á flugvöllum. Rekstur flugvélanna var aðskildur í félögunum tveimur fyrst um sinn.[3] Við sameininguna var tveir þriðju farþega félagsins í millilandaflugi og floti Flugfélags Íslands var stækkaður með DC-8s flugvélum Loftleiða. 1979 keypti Flugfélag Íslands allar eignir Loftleiða í Flugleiðum og flugfélagið varð þekkt sem Icelandair.[4]

Í kjölfar sameiningar[breyta | breyta frumkóða]

Tvær Douglas DC-8 flugvélar Icelandair á Luxembourg-Findel flugvelli (1983).

Flugvélafloti Icelandair var óbreyttur þangað til Boeing 757-200 vélar voru keyptar á tíunda áratuginum til að skipta út Douglas DC-3 flugvélum á leiðum til Evrópu og Ameríku. Frá 1955 hafði flugvöllurinn í Lúxemborg verið eini viðkomustaður félagsins og forvera þess í Evrópu. Aukin samkeppni á Norður-Atlantshafs flugi leiddi til þess að markaðurinn í Lúxemborg minnkaði og í kjölfarið hætti félagið flugi þangað. Einnig var afgreiðslu á Kennedyflugvelli hætt og félagið gerði samning við British Airways um að taka við þjónustunni. Í stað Lúxemborgar var ákveðið að fljúga beint frá stærstu borgum Evrópu til Íslands.[5]

1997 var innanlandsflug Icelandair, sem var áður rekið af Flugfélagi Norðurlands, sameinað Norðurflugi til að mynda Flugfélag Íslands.[6]. Þetta gerði Icelandair kleift að einblína á alþjóðaflug félagsins. 1999 var einkennismerki félagsins breytt til að höfða betur til flugfarþega í viðskiptaerindum. 2001 var miðstöð flugs Icelandair flutt til Keflavíkurflugvallar. Hryðjuverkin 11. september sama árs höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins sem leiddi til þess að 300 manns misstu vinnuna.[7]

Eignarhaldsfélög Flugleiða voru Icelandair Group (fyrir flugrekstur) og FL Group (fyrir annan rekstur) á milli 2002 og 2005.[4] 2003 var nýtt félag var stofnað undir leigusamninga flugvéla Loftleiðir Icelandic.[8]

Þróun frá 2005[breyta | breyta frumkóða]

Surtsey, Boeing 757-200 flugvél Icelandair við flughlið Gardermoen flugvallar í Noregi (Maí 2011).

Í febrúar 2005 gerði Icelandair bindandi pöntun á tveimur Boeing 787 Dreamliner flugvélum sem átti upphaflega að afhenda 2010.[9] Síðar var tveimur flugvélum bætt við pöntunina en í ljósi seinkana á afhendingu vélana frá Boeing og rekstrarvandræðum félagsins í kjölfar kreppunnar 2008-2010 var tilkynnt í maí 2011 að kaupréttindi á þessum vélum höfðu verið færð yfir á Norwegian Air Shuttle.[10][11]

Flugtakmarkanir í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins, en flugtakmarkanirnar leiddu til þess að stór hluti flugumferðarsvæðis Evrópu var lokaður. Flugtakmarkanirnar áttu sér stað í upphaf sumartímabils félagsins en á þeim tíma koma flestir farþegar til landsins. Í kjölfarið byrjaði neyðarteymi félagsins að greina ástandið á þremur fundum yfir daginn í höfuðstöðvum félagsins. Settir voru fram þeir kostir að ef Keflavíkurflugvöllur myndi lokast myndi flugið flytjast yfir á Akureyrar- eða Egilstaðaflugvöll, eða að öðrum kosti verði miðstöð fyrir flug félagsins flutt úr landi.[12] Þegar Keflavíkurflugvöllur lokaði 22. maí flutti Icelandair flugmiðstöð sína tímabundið til Glasgow. Á þeim tíma var tengiflug til Akureyrar með rútuflutningum til Reykjavíkur. Flugfélagið breytti flugmiðstöðinni aftur til Keflavíkur 28. maí.[13]

Í kjölfar gossins var átakið "Inspired by Iceland" sett fram til að auka fjölda ferðamanna á Íslandi. Í kjölfar átaksins jókst fjöldi ferðamanna um 0,6 prósent miðað við sama tímabil síðasta árs og tekjur af ferðamönnum voru 34 milljarðar.[14]

Leiðakerfi Icelandair[breyta | breyta frumkóða]

Leiðarkefi Icelandair eins og það var 21. maí 2005. Á myndinni sést vel hvernig Keflavíkurflugvöllur hentar sem viðkomustaður í flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Leiðakerfi Icelandair byggist á staðsetningu Íslands á milli Evrópu og N-Ameríku og gefur möguleika á mjög stuttum ferðatíma á leiðinni yfir Atlantshafið. Staðsetning Íslands gefur einnig möguleika á mjög stuttum og í mörgum tilvikum stysta mögulega ferðatíma milli N-Ameríku og Indlands, Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu.

Keflavíkurflugvöllur er miðstöð flugs Icelandair.

Áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

Evrópa[breyta | breyta frumkóða]

Bandaríkin og Kanada[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

(með millilendingu)

Einnig hefur komið fram hjá fyrirtækinu að þeir hyggjast hefja flug til Indlands og Kína á næstu árum.

Flugfloti[breyta | breyta frumkóða]

Vél frá Icelandair á flugi

Icelandair rekur aðeins Boeing-þotur og eru þær flestar af gerðinni Boeing 757-200 og sumar þeira eru samnýttar með Loftleiðum og Icelandair Cargo.

Icelandair hefur pantað 9 Boeing 737 MAX 8 og 7 Boeing 737 MAX 9 vélar sem verða afhentar á árunum 2018 til 2021 auk þess að eiga kauprétt á 8 Boeing 737 MAX vélum til viðbótar.

Farþegaþotur undir merkjum Icelandair[breyta | breyta frumkóða]

Fragtþotur undir merkjum Icelandair Cargo[breyta | breyta frumkóða]

 • TF-FIG — 757-23APF
 • TF-FID — 757-23A PCF
 • TF-FIE — 757-23A PCF
 • TF-FIH - 757-23A PCF
 • TF-CIB - 757-204 PCF

Farþegarþotur undir merkjum Loftleiða Icelandic[breyta | breyta frumkóða]

 • TF-FIS — 757-256
 • TF-FIT — 757-256
 • TF-FIW - 757-27B
 • TF-LLY — 757-225
 • TF-FIB — 767-383
 • TF-LLA — 767-366

Tilvísunarkóðar[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]