Fara í innihald

Alþingiskosningar 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþingiskosningar 2016
Ísland
← 2013 29. október 2016 2017 →

63 sæti á Alþingi
32 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 79,2% 2,2%
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 29,0 21 +2
Vinstri græn Katrín Jakobsdóttir 15,9 10 +3
Píratar enginn 14,5 10 +7
Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 11,5 8 -11
Viðreisn Benedikt Jóhannesson 10,5 7 +7
Björt framtíð Óttar Proppé 7,2 4 -2
Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir 5,7 3 -6
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
Seinasta ríkisstjórn Ný ríkisstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson I
 B   D 
Bjarni Benediktsson I
 A   C   D 

Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi laugardaginn 29. október 2016, í 22. skiptið sem þær hafa verið haldnar frá lýðveldisstofnun. Kosningar voru síðast haldnar vorið 2013 og voru því ekki á dagskrá fyrr en í síðasta lagi 22. apríl 2017. Kjörsókn var 79,2% sem er minnsta kjörsókn í Alþingiskosningum á lýðveldistíma.

Átök og stjórnarkreppa vegna leka á gögnum í skattaskjólum sem kölluð hafa verið panamaskjölin sem vörpuðu ljósi á eigur íslenskra ráðamanna í slíkum skjólum urðu til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra og þingkosningum var flýtt til haustsins 2016.[1] 22 þingmenn hættu á þingi eða urðu undir í prófkjörum. [2]

Sex flokkar áttu fulltrúa á þingi sem buðu fram í kosningunum og voru þeir: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar. Nokkrar stjórnmálahreyfingar sem ekki höfðu sæti á þingi gáfu það út að þær myndu bjóða fram lista og þær sem að gerðu voru: Viðreisn[3], Dögun, Íslenska Þjóðfylkingin, Flokkur Fólksins, Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin [4].

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi haustið 2015. Á landsfundi var Ólöf Nordal kjörin varaformaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari.[5] Bjarni hefur gegnt embætti fjármálaráðherra á kjörtímabilinu og leiðir Sjálfstæðisflokkinn þriðju kosningarnar í röð. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra eru meðal þeirra þingmanna sem bjóða sig ekki fram í haust.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegndi embætti forsætisráðherra lengst af á kjörtímabilinu en í kjölfar fréttaumfjöllunar um Panamaskjölin í byrjun apríl 2016 tók varaformaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson við embættinu auk þess sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir kom ný inn í ríkisstjórnina og tók við embætti utanríkisráðherra.[6] Á flokksþingi Framsóknarflokksins vann Sigurður Ingi kosningu til formanns með 52,7% greiddra atkvæða, en Sigmundur Davíð hlaut 46,8%.[7] Lilja Dögg Alfreðsdóttir var kjörin varaformaður.[8]

Fyrir kosningar gaf flokkurinn það út að hann hyggist, eftir kosningar, starfa með öllum þeim flokkum sem „láta sig félagshyggju og jöfnuð varða og tilbúnir eru til að varðveita nauðsynlegan stöðugleika í íslensku atvinnu-og efnahagslífi“.[9]

Stuttu fyrir Alþingiskosningarnar hafði Samfylkingin kosið sér nýjan formann, Oddnýju Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra sem tók við af Árna Páli Árnasyni þingmanni. Fjórir höfðu verið í formannsframboðið og auk Oddnýjar voru það þeir Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og Helgi Hjörvar þingflokksformaður.

Tveir þingmenn flokksins tilkynntu í aðdraganda kosninganna að þau myndu ekki sækjast eftir endurkjöri, þau Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður flokksins og Kristján Möller fyrrverandi samgönguráðherra.

Ákveðið var að boða til flokksvals til þess að velj frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi þar sem flokksmenn myndu kjósa fjóra efstu frambjóðendurna á listanum. Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi myndu svo kjörstjórnir flokksins stilla upp lista.

Í aðdraganda forsetakosninganna 2016 var nokkuð rætt um að Katrín Jakobsdóttir myndi bjóða sig fram til embættisins og samkvæmt skoðanakönnunum hafði hún mikinn stuðning.[10] Katrín bauð sig ekki fram til forseta og mun leiða Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í kosningum í annað sinn í röð, eftir að hafa tekið við formennsku í flokknum árið 2013.[11][12] Í kjölfar fréttaumfjöllunar um Panamaskjölin jókst fylgi Vinstri grænna töluvert og mældist flokkurinn þriðji stærstur í aðdraganda kosninganna, á eftir Sjálfstæðisflokknum og Pírötum.[13]

Er stjórnmálahreyfing stofnuð árið 2012 uppúr framboði Besta flokksins sem vann mikinn sigur til borgarstjórnar árið 2010.

Alþjóðleg stjórnmálahreyfing stofnuð árið 2006 og íslenski flokkurinn var stofnaður formlega sem stjórnmálahreyfing árið 2012.

Nýr stjórnmálaflokkur sem bauð sig fram í fyrsta sinn til Alþingiskosninganna.

Er stjórnmálahreyfing stofnuð árið 2012.

Alþýðufylkingin bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.

Ekkert varð úr framboðum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi þar sem meðmælalistum var ekki skilað. Frambjóðendur í 1. sæti, sem sögðu sig frá framboðinu, voru sakaðir um að hafa stolið meðmælalistunum. Ekkert varð úr framboði í Norðausturkjördæmi, þar eð ekki tókst að manna framboðslista. [14]

Nýr stjórnmálaflokkur sem bauð sig fram í fyrsta sinn til Alþingiskosninganna.

Íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður 25. júní 1984 og nefndur þá Flokkur mannsins til 1995, en Húmanistaflokkar eru til víða um heim. Meðal yfirlýstra stefnumála er „að setja manngildi ofar auðgildi“. Húmanistaflokkurinn fékk fæst atkvæði í sögu lýðveldisins í kosningunum, eða 33 atkvæði. [15]

Stjórnarandstöðuþingmenn á sameiginlegum blaðamannafundi í Iðnó í desember 2015.[16]

Mögulegt kosningabandalag

[breyta | breyta frumkóða]

Í mars árið 2015 lagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata til að stjórnarandstöðuflokkarnir Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar myndu mynda með sér kosningabandalag fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Bandalagið vildi hún mynda á grundvelli þess að vinna við gerð nýrrar stjórnarskrár yrði lokið og að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að þessum aðgerðum loknum yrði boðað til kosninga á ný.[17] Í september árið 2015 sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að hún væri áhugasöm um slíkt bandalag en gat ekki svarað til um hvort hún fengist til að leiða slíkt samstarf.[18] Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar viðraði þá hugmynd í desember 2015 að stjórnarandstaðan myndaði með sér kosningabandalag með Katrínu Jakobsdóttur í forystu.[19] Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hefur þá sagt að það sé siðferðisleg skylda stjórnarandstöðunnar að reyna að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.[20]

Tæpum tveim vikum fyrir kosningar buðu Píratar Vinstri grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Viðreisn að hefja formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. [21] Samfylking og VG tóku betur í hugmyndina en Björt framtíð og Viðreisn. [22]

Úrslit kosninganna

[breyta | breyta frumkóða]
FlokkurAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)54.99229,0021+2
Vinstri græn (V)30.16715,9110+3
Píratar (P)27.46614,4810+7
Framsóknarflokkurinn (B)21.79211,498-11
Viðreisn (C)19.87010,487+7
Björt framtíð (A)13.5787,164-2
Samfylkingin (S)10.8945,743-6
Flokkur fólksins (F)6.7073,540
Dögun (T)3.2751,730
Alþýðufylkingin (R)5710,300
Íslenska þjóðfylkingin (E)3030,160
Húmanistaflokkurinn (H)330,020
Samtals189.648100,0063
Gild atkvæði189.64897,16
Ógild atkvæði6780,35
Auð atkvæði4.8742,50
Heildarfjöldi atkvæða195.200100,00
Kjósendur á kjörskrá246.54279,18
Heimild: Hagstofa Íslands

Kjörsókn var 79,2%. Þetta er minnsta kjörsókn í Alþingiskosningum á lýðveldistíma. Kjörsókn fór síðast undir 80% árið 1933. Mikil endurnýjun var á þingi og 32 þingmenn voru nýliðar.

Úrslit í einstökum kjördæmum

[breyta | breyta frumkóða]
Hlutfallslegt fylgi (%)
Kjördæmi D V P B C A S
Reykjavík N 24,4 20,9 19,0 5,7 11,6 7,6 5,2
Reykjavík S 25,6 17,6 17,3 7,4 12,7 7,2 5,6
Suðvestur 33,9 12,0 13,6 7,6 12,9 10,2 4,8
Norðvestur 29,5 18,1 10,9 20,8 6,2 3,5 6,3
Norðaustur 26,5 20,0 10,0 20,0 6,5 3,4 8,0
Suður 31,5 10,2 12,8 19,1 7,3 5,8 6,4
Þingsæti
Kjördæmi D V P B C A S
Reykjavík N 3 3 3 0 1 1 0
Reykjavík S 3 2 2 1 2 1 0
Suðvestur 5 1 2 1 2 2 0
Norðvestur 3 1 1 2 0 0 1
Norðaustur 3 2 1 2 1 0 1
Suður 4 1 1 2 1 0 1

Stjórnarmyndunarviðræður

[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstæðisflokkur fékk fyrstur flokka stjórnarmyndunarumboð og ræddi við Bjarta Framtíð og Viðreisn en úr þeim viðræðum slitnaði og umboðinu var skilað. Næst fengu Vinstri græn umboðið og reyndu að mynda 5 flokka stjórn (með flokkum fyrir utan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks) en einnig slitnaði upp úr þeim viðræðum. Katrín Jakobsdóttir skilaði umboðinu og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ákvað að gefa engum umboðið og stólaði á óformlegar viðræður flokka. [23] Píratar fengu umboð næst en varð ekki ágengt. Eftir meira en 2 mánaða þref í stjórnarmyndun flokka ákváðu Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt Framtíð að mynda stjórn sem tilkynnt var 10. janúar 2017. Sú stjórn lifði í 8 mánuði en þann 15. september ákvað Björt Framtíð að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna alvarlegs trúnaðarbrests innan stjórnarinnar. [24]

Kosningar voru boðaðar um haustið 2017.

Graf yfir fylgi stjórnmálaflokka.


Fyrir:
Alþingiskosningar 2013
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2017

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stjórnarandstaðan fundar með forsætisráðherra Rúv. Skoðað 12. apríl 2016.
  2. Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Vísir. Skoðað 21. september, 2016.
  3. Vísir.is - Heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt
  4. Vel á annan tug flokk bjóða fram til Alþingis Rúv. Skoðað 17. ágúst, 2016.
  5. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/25/bjarni_endurkjorinn_formadur/
  6. http://www.ruv.is/frett/sigurdur-ingi-forsaetisradherra-lilja-radherra
  7. http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/02/sigurdur_ingi_kjorinn_formadur/
  8. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/10/02/lilja_dogg_kjorin_varaformadur/
  9. Framsókn kynnir stefnumál sín Rúv, skoðað 17. okt 2016.
  10. http://stundin.is/frett/katrin-med-langmestan-studning-sem-forseti/
  11. http://www.vb.is/frettir/katrin-jakobsdottir-fer-ekki-i-forsetaframbod/125816/
  12. http://www.vb.is/frettir/katrin-kjorin-formadur-med-984-greiddra-atkvaeda/81265/?q=Vinstri%20grænir
  13. http://kjarninn.is/skyring/2016-05-10-fylgid-flakk-eftir-kastljosthattinn/
  14. Íslenska þjóðfylkingin hyggst kæra þjófnað Rúv, skoðað 17. okt, 2016.
  15. Fengu fæst atkvæði í lýðveldissögunni Rúv. Skoðað 31. okt, 2016.
  16. Viðskiptablaðið - Stjórnarandstaðan leggur til breytingar á fjárlögum
  17. Vísir.is - Vill að stjórnarandstaðan myndi með sér kosningabandalag
  18. „Eyjan.is - Katrín áhugasöm um kosningabandalag á vinstri vængnum - Hanna Birna vill að konur njóti framgangs“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2015. Sótt 10. apríl 2016.
  19. Vísir.is - Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni
  20. Kjarninn.is - Árni Páll: Andstöðunni ber siðferðisleg skylda að reyna myndun ríkisstjórnar
  21. Píratar bjóða til viðræðna um stjórnarsamstarf Rúv. Skoðað 17.okt, 2016.
  22. Gætu viljað fá skýrar línur Rúv, skoðað 17. okt, 2016.
  23. Enginn fær umboð forsetans - fundurinn í heild Rúv, skoðað 26. nóv, 2016
  24. Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Vísir, skoðað 15. september, 2017.