Þorvaldur Ásvaldsson
Útlit
Þorvaldur Ásvaldsson var landnámsmaður á Hornströndum. Hann og sonur hans, Eiríkur rauði urðu sekir um víg á Jaðri í Noregi. Þeir fóru þá til Íslands og nam Þorvaldur land og bjó á Dröngum í Drangavík. Eftir dauða hans flutti Eiríkur sig suður í Haukadal.
Þorvaldur var sonur Ásvalds Úlfssonar, Öxna-Þórissonar.