Fara í innihald

Ásbrú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásbrú, áður kallað Vallarheiði, er hverfi í Reykjanesbæ þar sem áður voru íbúðir bandarískra varnarliðsmanna á fyrrum varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Ásbrú tilheyrir Reykjanesbæ. Á svæðinu starfar meðal annars menntafyrirtækið Keilir.

Í október árið 2006 yfirgaf bandaríski herinn fyrir fullt og allt varnarstöð sína við Keflavíkurflugvöll eftir tæplega 60 ára dvöl á Miðnesheiði. Þegar mest var, þá bjuggu 5.700 íbúar á stöðinni og taldist hún eitt stærsta byggðalag landsins. Varnarstöðin var langstærsti vinnuveitandi á Reykjanesskaga til margra áratuga og hafði gríðarleg áhrif á alla menningu á svæðinu.

Þegar herinn fór þá var lögð fram áætlun um fá, markviss verkefni, sem áttu að skapa virði fyrir svæðið sem fyrst. Sérstakt félag, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., eða Kadeco, var stofnað til að koma varnarstöðinni í borgaraleg not.[1]

Fyrstu skrefin voru að menntafyrirtækið Keilir var stofnað vorið 2007[2] en að stofnun Keilis kom Háskóli Íslands auk einkafyrirtækja.

Fyrirtækið Háskólavellir keypti árið 2008 stóran hluta íbúðahúsnæðis á svæðinu til þess að byggja upp háskólagarða fyrir námsfólk.[3] Árið 2009 bjuggu um 1.700 manns í þessum háskólagörðum.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]