Skógarfura
Útlit
Skógarfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Skosk skógarfura
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus sylvestris L. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla í Evrópu og Asíu
|
Skógarfura (fræðiheiti: Pinus sylvestris) er barrtré af þallarætt. Tegundin er útbreidd um stóran hluta Norður-Evrópu og Síberíu austur til Mongólíu.
Skógarfura er eina upprunalega barrtré Norður-Evrópu og myndaði mikla skóga í álfunni á öldum áður. Tegundin er hins vegar útdauð mjög víða vegna skógeyðingar af manna völdum. Skógarfuran er einkennistré Skotlands vegna þess hve ráðandi hún var í hinu upprunalega skoska skóglendi sem síðar eyddist að mestu og þekur í dag aðeins 1% landsins.
Skógarfura á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Skógarfuran náði nokkurri útbreiðslu á Íslandi vegna skógræktar. Hins vegar minnkaði notkun hennar í skógrækt hérlendis upp úr 1960 vegna lúsafaraldrar sem herjaði einkum á hana. [1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Skógarfura - Lystigarðurinn Geymt 31 janúar 2023 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skógarfura Bændablaðið, sótt 31. janúar 2023.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist skógarfuru.
Wikilífverur eru með efni sem tengist skógarfuru.