Astragalus
Astragalus | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||||||||||
Astragalus onobrychis L. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Listi
|
Astragalus er stór ættkvísl; með um 3000 tegundir jurta og lítilla runna, í Ertublómaættertublómaætt. Þetta er ein stærsta plöntu ættkvíslin í fjölda lýstra tegunda.[2] Ættkvíslin er í tempruðu belti norðurhvels.[3] Sumar fölblóma tegundir flækja eru svipaðar í útliti, en flækjur eru meira klifurplöntur.
Vistfræði
[breyta | breyta frumkóða]Astragalus tegundir eru étnar af lirfum sumra Lepidoptera tegunda, þar á meðal af ættkvíslinni Coleophora: C. cartilaginella, C. colutella, C. euryaula, og C. onobrychiella nærast einvörðungu á Astragalus, C. astragalella and C. gallipennella nærast einvörðungu á tegundinni Astragalus glycyphyllos, og C. hippodromica er takmörkuð við Astragalus gombo.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Eins og flestar belgjurtir eru Astragalus tegundir í sambýli við rótargerla og bæta jarðveg. Einnig eru sumar tegundirnar nýttar fyrir búfé eða jafnvel til manneldis (rætur og fræ). Náttúrulegt gúmmí - tragacanth er gert úr nokkrum tegundum Astragalus frá Mið Austurlönd, þar á meðal A. adscendens, A. gummifer, A. brachycalyx,[4][5] and A. tragacanthus. Einnig er Astragalus propinquus (syn. A. membranaceus) er þekktur sem jurtalyf í hefðbundnum kínverskum lækningum.[6] and Persian medicine.[7] Í hefðbundnum kínverskum lækningum er A. membranaceus notaður til að styrkja qi og styrkja yfirborðskennt viðnám, og ýta undir útferð graftrar og vöxt nýrra vefja.[8]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Lífefnafræðifyrirtæki eru að vinna í að einangra telomerase virkja úr Astragalus. Virka efnið cycloastragenol (einnig nefnt TAT2) er nú rannsakað í sambandi við HIV, auk sýkinga tengdum langvinnum sjúkdómum eða elli.[9] Hinsvegar lýsti National Institutes of Health yfir: "The evidence for using astragalus for any health condition is limited. High-quality clinical trials (studies in people) are generally lacking. There is some preliminary evidence to suggest that astragalus, either alone or in combination with other herbs, may have potential benefits for the immune system, heart, and liver, and as an adjunctive therapy for cancer".[10]
Rannsóknir hjá UCLA AIDS Institute beindust að virkni cycloastragenol í öldrun ónæmisfrumna ("immune cells"), og virkni þess á viðbrögð frumunnar við vírussýkingum. Það virðist aukaframleiðslu telomerase, sem er ensím sem miðlar skiftum á stuttum bitum DNA þekktum sem telomere, sem eru mikilvægur hluti frumuskiftingar, þar á meðal hjá krabbameini.[11]
Fæðubótarefni
[breyta | breyta frumkóða]Extrakt af Astragalus propinquus ( syn. A. membranaceus) eru seld sem fæubótarefni til að lengja lífið hjá fólki. Einkaleyfisverndað þykkni af þurrkaðri rót af A. membranaceus , nefnt TA-65, "was associated with a significant age-reversal effect in the immune system, in that it led to declines in the percentage of senescent cytotoxic T cells and natural killer cells after six to twelve months of use".[12] Það eru misvísandi upplýsingar í sambandi við Astragalus, áhrif þess á telomerase, og krabbamein. Til dæmis, þó að 80% krabbameinsfrumna noti telomerase fyrir frumufjölgun - þáttur sem gæti fræðilega aukist með Astragalus— stytting á telomeres (af völdum ýmissa þátta eins og streitu og öldrun eru hugsanlegir orsakaþættir illkynja sjúkdóma), gæti einnig verið dregið úr af Astragalus. Þannig, stuttir telomeres enda í óstöðugleika litninga, og möguleikinn á lengingu telomere sem vörn gegn krabbameini er hugsanleg.[13] Að auki, vísindamenn tilkynnt nýlega að krabbameinsfrumum kunni að fjölga einmitt vegna skorts á sérhæfingu sem á sér stað vegna skemmda eða styttingu á telomere. Þeir leggja til að "þvinguð" lenging telomeres stuðli að sérhæfingu krabbameinsfrumna, sennilega draga úr illkynja (meins), sem er sterklega tengd við tap á frumusérhæfingu.
Hliðarverkanir og eiturvirkni
[breyta | breyta frumkóða]Astragalus geta haft milliverkanir við lyf sem bæla niður ónæmiskerfið, svo sem cyclophosphamide.[10] Þær geta einnig haft áhrif á blóðsykur og blóðþrýsting.[10] Sumar Astragalus tegundir geta verið eitraðar. Til dæmis, nokkrrar tegundir frá Norður Ameríku innihalda alkaloíðann swainsonine, sem getur valdið svokölluðu "locoism" í búfénaði.[10] Eiturmagn og virkni Astragalus tegunda er breytilegt.[14]
Í görðum
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrar tegundir, þar á meðal A. alpinus (bláleit til purpuralit blóm) og A. penduliflorus (gul blóm), eru ræktaðar sem skrautplöntur í görðum.
Valdar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Listi yfir Astragalus tegundir
- Astragalus alpinus — Seljahnúta, Seljakollur
- Astragalus americanus — Engjahnúta
- Astragalus arenarius — Sandhnúta
- Astragalus australis — Lækjahnúta
- Astragalus canadensis — Skógarhnúta
- Astragalus cicer — Kollhnúta, engjakollur
- Astragalus crassicarpus — Sléttuhnúta
- Astragalus danicus — Fjóluhnúta, Strandkollur
- Astragalus eucosmus — Glæsihnúta
- Astragalus falcatus - Vætuhnúta
- Astragalus frigidus — Frerahnúta, Frerakollur, norðurkollur
- Astragalus glycyphyllos — Sætuhnúta, Mjólkurhnúta, mjólkurkollur
- Astragalus gummifer — Gúmmíhnúta
- Astragalus kentrophyta — Fossahnúta
- Astragalus laxmannii — Brekkuhnúta
- Astragalus norvegicus — Klettahnúta, Blámjalta, Noregshnúta, Noregskollur
- Astragalus nutzotinensis — Klungurhnúta
- Astragalus mongholicus — Græðihnúta
- Astragalus penduliflorus — Hengihnúta
- Astragalus polaris — Alaskahnúta
- Astragalus robbinsii —
- Astragalus roemeri — Skriðuhnúta
- Astragalus scelichowii —
- Astragalus sempervirens — Tindahnúta
- Astragalus tenellus - Fjaðurhnúta
- Astragalus tolmaczevii
- Astragalus tugarinovii
- Astragalus umbellatus - Sveiphnúta
- Astragalus williamsii
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Þetta gæti í raun verið staðfest ættkvísl.
- ↑ Frodin, D. G. (2004). „History and concepts of big plant genera“. Taxon. 53 (3): 753–776. doi:10.2307/4135449.
- ↑ „Astragalus (Locoweed) flowers“. Rootcellar.us. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. nóvember 2013. Sótt 5. júlí 2013.
- ↑ Astragalus membranaceus - Moench. Plants for a Future
- ↑ „Astragalus brachycalyx Fisch“. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Sótt 24. desember 2010.
- ↑ „Astragalus | University of Maryland Medical Center“. Umm.edu. 7. maí 2013. Sótt 5. júlí 2013.
- ↑ Zargary, A. Medicinal plants. 5th Edition.Tehran: Tehran University Publications 1990; pp. 312-314
- ↑ Wang L, Waltenberger B, Pferschy-Wenzig EM, Blunder M, Liu X, Malainer C, Blazevic T, Schwaiger S, Rollinger JM, Heiss EH, Schuster D, Kopp B, Bauer R, Stuppner H, Dirsch VM, Atanasov AG. Natural product agonists of peroxisome proliferator-activated receptor gamma (PPARγ): a review. Biochem Pharmacol. 2014 Jul 29. pii: S0006-2952(14)00424-9. doi: 10.1016/j.bcp.2014.07.018. PMID 25083916.
- ↑ „Herbal chemical helps combat HIV“. United Press International. 1. janúar 2009. Sótt 28. janúar 2011.
- ↑ 10,0 10,1 10,2 10,3 Astragalus, NCCAM
- ↑ Fauce, S. R.; og fleiri (2008). „Telomerase-Based Pharmacologic Enhancement of Antiviral Function of Human CD8+ T Lymphocytes“. Journal of Immunology. 181 (10): 7400–7406. doi:10.4049/jimmunol.181.10.7400. PMC 2682219. PMID 18981163. Sótt 18. ágúst 2012.
- ↑ Harley, C. B.; og fleiri (2011). „A natural product telomerase activator as part of a health maintenance program“. Rejuvenation Research. 14 (1): 45–56. doi:10.1089/rej.2010.1085. PMC 3045570. PMID 20822369.
- ↑ Hiyama, K.; og fleiri (2009). „Role of telomeres and telomerase in cancer“. Í K. Hiyama (ritstjóri). Telomeres and Telomerase in Cancer. Cancer Drug Discovery and Development. II. árgangur. Humana Press. bls. 171–180. doi:10.1007/978-1-60327-879-9_7. ISBN 978-1-60327-879-9.[óvirkur tengill]
- ↑ Rios, J. L.; P. G. Waterman (1998). „A review of the pharmacology and toxicology of Astragalus“. Phytotherapy Research. 11 (6): 411–418. doi:10.1002/(SICI)1099-1573(199709)11:6<411::AID-PTR132>3.0.CO;2-6.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Astragalus Geymt 3 mars 2009 í Wayback Machine
- Astragalus - Compounds, Mechanism of action, and Uses
- Astragalus - Clinical summary and Constituents, MSKCC Memorial Sloan Kettering Cancer Center
- Large list of species
- Astragalus at a Glance This fact sheet from the U.S. National Institutes of Health provides basic information about Astragalus – common names, uses, potential side effects, and resources for more information.
- Astragalus alpinus This Rare Species Guide profile from the Minnesota Department of Natural Resources provides information about the basis for the species' listing, habitat, biology and life history, conservation and management, and conservation efforts.
- Chinese Milkvetch, Astragalus membranaceus, Kansas State University