Fara í innihald

Seifur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Zeus)
Þessi grein fjallar um gríska guðinn. Um mannsnafnið, sjá Seifur (mannsnafn)
Brjóstmynd af Seifi á British Museum

Seifurgrísku Zeus) var höfuðguð grískrar goðafræði. Hann var himnaguð og þrumuguð, guð laga og reglu. Hliðstæða Seifs í rómverskri goðafræði var Júpíter, sem var raunar upphaflega sami indóevrópski guðinn.

Seifur var sonur Krónosar og Rheu. Kona hans var Hera, systir hans. Meðal barna hans voru guðirnir Ares, Hefæstos, Aþena, Hermes, Apollon og Artemis, Afródíta (skv. sumum sögum) og AteIlíonskviðu). Hann átti einnig börn með mennskum konum, þar á meðal Herakles, Helenu fögru og Pollux.

Seifsstyttan í Ólympíu telst eitt af sjö undrum veraldar.

  • „Hver voru systkini Seifs?“. Vísindavefurinn.
  • „Hverjar voru dætur Seifs?“. Vísindavefurinn.
  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu og trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.