Fara í innihald

Yfirmaður á skipi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfirmenn í brú. Frá vinstri: skipstjóri, yfirstýrimaður og annar stýrimaður.

Yfirmaður á skipi er sjómaður með leyfi útgefið af siglingastofnun til að gegna yfirmannsstöðu um borð í skipum með fjölskipaða áhöfn. Stöður yfirmanna eru meðal annars skilgreindar í Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar skipa frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni. Leyfin eru háð mismunandi skilyrðum, sem eru skilgreind í samþykktinni, og gera kröfu um bæði tiltekna menntun og starfsreynslu.

Skipstjórnarmaður er stjórnandi í brú og getur verið skipstjóri, yfirstýrimaður, annar stýrimaður eða þriðji stýrimaður. Vélstjórn er í höndum yfirvélstjóra, annars vélstjóra og þriðja vélstjóra. Auk þessara yfirmanna eru skipslæknir, matsveinn og fjarskiptamaður dæmi um yfirmenn á skipum. Hafnsögumaður er líka með skipstjórnarréttindi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.