Hafnsögumaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafnsögumaður klifrar um borð í skip úr hafnsögubát

Hafnsögumaður eða lóðs er maður sem hefur það hlutverk að veita skipum leiðsögn um hættuleg eða þröng farvötn, eins og hafnir, ár, skurði og vötn. Hafnsögumenn nýta sér nákvæma þekkingu á staðháttum við leiðsögnina. Í sumum höfnum er hafnsöguskylda, þ.e. skipum er skylt að nýta sér þjónustu hafnsögumanna þegar siglt er til hafnar eða frá. Hafnsöguskylda gildir yfirleitt alltaf þegar siglt er með hættulegan farm. Hafnsögumaður um borð leysir skipstjóra ekki frá þeirri skyldu að tryggja öryggi skipsins.

Hafnsögubátur flytur hafnsögumann um borð í skip, sækir hann og siglir stundum með skipinu um hafsvæðið.

Á Íslandi þarf hafnsögumaður að hafa lokið 2. stigs skipstjórnarprófi og sérstöku hafnsögunámskeiði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]