Yam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hvítt yam á markaði í Bretlandi 2004
Götusalar selja yams í þorpi nálægt Comoé þjóðgarðinum á Fílabeinsströndinni.

Yam eða kínakartafla er algengt heiti nokkurra tegunda klifurjurta af ættkvíslinni  Dioscorea og ættinni Dioscoreaceae) sem mynda æt rótarhnýði. Yams eru fjölærar jurtkenndar klifurjurtir sem eru ræktaðar í tempraða beltinu og hitabeltinu aðallega í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Jurtirnar eru ræktaðar vegna þess að þær mynda mjölvarík rótarhnýði. Þessi rótarhnýði eru af ýmsum gerðum og afbrigðum. Orðið yams er notað bæði um jurtirnar og rótarhnýðið.

Í Norður-Ameríku er orðið yams notað yfir sætar kartöflur eða sætuhnúða (Ipomoea batatas) það eru jurtir af allt öðrum uppruna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]