Wikipediaspjall:Bann
Bæta við umræðuÚtlit
Síðasta athugasemd: fyrir 4 mánuðum eftir Bjarki S í umræðunni Uppfærsla síðunnar
Færa yfir á Wikipedia:Skemmdarverk og á síðu yfir bönn sem vantar?--Berserkur (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 10:37 (UTC)
- Wikipedia:Bann mætti alveg vera til. Það er vísað í slíka síðu úr Wikipedia:Hugtakaskrá. Bjarki (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 10:48 (UTC)
- Og skemmdarverkasíðunni... ætlaði ég að benda á. --Berserkur (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 10:57 (UTC)
- Bann er alveg sérhugtak útaf fyrir sig. Bjornkarateboy (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 13:39 (UTC)
- Ég ætlaði að þýða síðu um þetta á ensku en það var pínu flókið, þannig ég bjó til síðuna svona Bjornkarateboy (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 13:40 (UTC)
- Sérhugtök eiga stundum heima í orðabók. --Berserkur (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 16:04 (UTC)
- Ég ætlaði að þýða síðu um þetta á ensku en það var pínu flókið, þannig ég bjó til síðuna svona Bjornkarateboy (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 13:40 (UTC)
- Bann er alveg sérhugtak útaf fyrir sig. Bjornkarateboy (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 13:39 (UTC)
- Og skemmdarverkasíðunni... ætlaði ég að benda á. --Berserkur (spjall) 11. nóvember 2024 kl. 10:57 (UTC)
Uppfærsla síðunnar
[breyta frumkóða]Ég uppfærði þessa síðu í samræmi við nýlegustu aðgerðir möppudýra og skilmála ensku Wikipedíu. Hún ætti nú að vera skýrari hvað varðar bönn á Wikipedíu. Endilega breytið til ef þið eruð ósammála og látið mig vita Óskadddddd (spjall) 24. apríl 2025 kl. 17:59 (UTC)
- Yfirleitt þarf breytingar á reglum að fara í gegn um atkvæðisgreiðslu. Íslenska Wikipedia er ekki að afrita ensku wikipediu, þó farið sé eftir mörgum af sömu hlutunum. Ég er þó ekki á móti þessum breytingum. Þegar phab:project/profile/7416/ gengur í gegn verður skýringin á óskráðum breytingum önnur, en þangað til er þetta rétt. Snævar (spjall) 24. apríl 2025 kl. 23:00 (UTC)
- Áhugavert. Er komin einhver almenn þýðing á þessu 'temporary account' ennþá?
- Reyndar var þetta vitlaust sagt hjá mér að þetta hafi verið úr skilmálum ensku Wikipedíu, heldur tók ég bara ritmál ensku síðunnar til fyrirmyndar. Allt sem ég skrifaði var annars beint upp úr þessari Wikipedíu. Hins vegar var Wikipedia:Breytingadeilur þýðing úr þeirri ensku. Óskadddddd (spjall) 25. apríl 2025 kl. 12:32 (UTC)
- Já, "temporary account" heita tímabundnir aðgangar, Wikipedia:Hugtakaskrá#Tímabundinn aðgangur. Snævar (spjall) 4. maí 2025 kl. 12:53 (UTC)
- Við þurfum líklega að gera skýrari greinarmun á banni og blokki eins og gert er víðast. Yfirleitt erum við bara að blokka aðganga/IP-tölur, oftast til að stöðva einhver yfirstandandi skemmdarverk. Í kerfinu kallast þetta hindrun en mér finnst það ekki nógu gott orð fyrir þetta. Ég myndi vilja breyta því í blokk. Sögnin „að blokka“ er til í BÍN og hefur verið notuð án frekari skýringa í virðulegum fjölmiðlum. Það skilja allir hvað þetta þýðir.
- Blokk er bara tæknilegt úrræði, en bann er svo eitthvað annað og meira. Það er ákvörðun sem samfélagið tekur (helst ekki bara einhver einn stjórnandi) um að einhver persóna skuli ekki taka þátt í verkefninu, annað hvort að öllu leyti eða hluta og annað hvort tímabundið eða varanlega. Blokki getur svo verið beitt til að framfylgja banni. Bjarki (spjall) 4. maí 2025 kl. 09:11 (UTC)
- Sammála að hafa bæði bann og blokk. Hindrun kemur frá Stefáni, ég hef ekkert á móti orðinu blokk í staðinn. Ég er á því að hafa síðuna nær þýðingu frá ensku wikipediu. Blokk ætti ekki að vera notað beint á eftir banni, heldur eftir að bann hefur verið brotið. Þurfum líka að vera viss um að reglurnar standist foundation:Policy:Universal Code of Conduct. Snævar (spjall) 4. maí 2025 kl. 12:54 (UTC)
- Það kæmi einnig til greina að kalla þetta lokun. Aðgöngum er lokað tímabundið eða varanlega og slík lokun getur náð til alls vefsins eða hluta hans. Lokunarskrá í stað bannskrár o.s.frv. Bjarki (spjall) 30. júní 2025 kl. 01:00 (UTC)
- Lokun gæti verið ruglingsleg í samhengi við bönn sem ná yfir öll verkefnin (svokölluð altæk bönn). Yfir öll verkefnin eru aðgangar læstir og IP-tölur bannaðar. Ég get séð fyrir mér að fólk ímyndi sér hurð sem myndlíkingu og haldi að það þurfi að loka til að geta læst, en nei, það er ekki þannig. Það er hægt að læsa án þess að loka. Ef hurð væri læst án þess að loka þá myndi hún læsast en samt hleypa einstaklingnum inn. Snævar (spjall) 30. júní 2025 kl. 03:55 (UTC)
- Ok, ég held mig við að blokka. Ég hef verið að gera skurk í þýðingum á Mediawiki og það þarf að samræma þessa hugtakanotkun í kerfinu. Ef enginn mótmælir þá nota ég sögnina að blokka og kvk nafnorðið blokkun þar sem við á. Bjarki (spjall) 30. júní 2025 kl. 15:20 (UTC)
- Lokun gæti verið ruglingsleg í samhengi við bönn sem ná yfir öll verkefnin (svokölluð altæk bönn). Yfir öll verkefnin eru aðgangar læstir og IP-tölur bannaðar. Ég get séð fyrir mér að fólk ímyndi sér hurð sem myndlíkingu og haldi að það þurfi að loka til að geta læst, en nei, það er ekki þannig. Það er hægt að læsa án þess að loka. Ef hurð væri læst án þess að loka þá myndi hún læsast en samt hleypa einstaklingnum inn. Snævar (spjall) 30. júní 2025 kl. 03:55 (UTC)