Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2009

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hugsuðurinn eftir Auguste Rodin

Sálfræði er gjarnan skilgreind sem vísindagrein um hugarstarf og hegðun. Þeir sem leggja stund á sálfræði eru líka í auknum mæli farnir að kanna heilastarf. Sálin (sem óefnislegt fyrirbæri aðskilið líkamanum) er ekki viðfangsefni greinarinnar og því er nafn hennar ef til vill villandi.

Seinni hluti 19. aldar markar upphaf sálfræðinnar sem vísindagreinar. Gjarnan er miðað við árið 1879 en þá stofnaði Wilhelm Wundt fyrstu rannsóknarstofuna í sálfræði. Aðrir mikilvægir frumkvöðlar voru Hermann Ebbinghaus sem rannsakaði minni, Ivan Pavlov sem uppgötvaði klassíska skilyrðingu og sálgreinandinn Sigmund Freud sem gerði fræga hugmyndina um dulvitund.

Fyrri mánuðir: Alþingiskosningarnar 2007Hafskip hf.Fiskur